Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Síða 9

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Síða 9
Hvíta pillart Smásaga eftir Max Brand Kynbótastöðin, liestarnir, búgarðurinn, landsetabúsið litla — þetta var allt í eigu frænda Jobns Killans, bins ríka skipaeiganda Henry Banners. Hann liafði veitt Killan allt þetta að láni og gat því tekið það af honum aftur, hvenær sem honum þóknaðist. Og nú var einmitt runnin upp sú stund, að liann oskaði þess. Þegar fyrirtæki gaf ekki af sér arð, þá mátti það fara lönd og leið. Það var tegla hjá Banner, og þess vegna hafði liann grastt milljónirnar sínar. Viðkvæmnistilfinn- tiigar átti bann ekki varðandi þau efni. Þessu var aftur öðruvísi farið með Killan. ^ania máli gegndi um Mary Hobn, einkum þegar Jolm var við málin riðinn. Hún sagði við John: „Það er bara um að Sera að sýna öriitla þolinmæði, Jolm. Ein- uvemtíma fáum við, bæði þú og ég, búgarð l,t í sveit; þá getum við farið að rækta hesta, °g það verða okkar eigin hestar, sem enginn getur tekið frá okkur. Þú átt ekki að taka þetta svona nærri þér, þótt þú verðir að sjá af því hesthúsi sem þú hefur núna.“ John Killan var mjög stilltur og gætinn Ungur maður. Sjaldan lét hann tilfinningar s<nar í ljós, en nú mælti bann með áberzlu- þunga: „Ef þú ættir börn, Mary, og einhver kæmi °g segði að þú skyldir láta þau af bendi og ^nttir ekki að sjá þau framar, — en rejmdi svo að Iiuglireysta þig með því, að þú gætir eignazt önnur börn síðar, — hvað myndirðu segja við slíku?“ Þau litu bvort á annað og sogðu ekki fleira. Hún skildi, bvernig bon- Utn leið. Jobn Killan elskaði Mary Holm, og bann elskaði líka besta þá, sem hann hafði alið uPp. En ef bann vildi geta haldið Mary, þá varð hann að láta frá sér bestana — og það 'arð hann reyndar að gera hvort sem var, því afi þeir vrðu allavega teknir af honum, þar sem þeir voru í eigu frænda hans og Henry Öanner bafði nú ákveðið að losa sig við þessa eign sína, þar sem John Killan hafði fengið tækifæri til að vera það sem hann liafði af náttúrunni verið fæddur til: að annast og uppala hesta. Banner hafði nú gefið frænda sínum tvo kosti: eitthvert annað starf, eða ekkert af lians hálfu. Eitthvert annaö starf var auðvit- að skrifstofumennska á kontór skipafélagsins, en þar voru svo rífleg laun, að hann gæti gifzt Mary Holm. Ekkert af frændans hálfu þýddi, að hann missti allan ábuga á þessum unga frænda sínum og svipti bann hestunum að auki. Allavega átti að leggja niður kyn- bótastöðina, og eftir það yrði Killan að bjarg- ast með tvær liendur tómar, hendur sem höfðu ekki vit á því að meðhöndla annað en tauma hests. Þetta voru semsagt í rauninni engir kostir. Sjálfur var nú Henry Banner kominn á vettvang til þess að fylgjast með uppboðinu á gripum sínum. Ekkert var eðlilegra en að Mary Holm gengi um eignina með lionum. Jnnst inni var hún hamingjusöm, enda þótt hún gerði sér allt far um að láta alls ekki á því bera. I sannleika sagt, þá fannst henni öllu meira öryggi í því fyrir Jolm að fá liana til að standa sér við hlið, og svo auk þess liafa milljónirnar hans Banners að bakhjarli, heldur en að annast liross og njóta þeirrar útivistar sem liann yrði reyndar að segja skil- ið við. Hvað Jobn Killan viðkom, þá reyndi hann að vera beinn í baki eins og sönnum manni sæmir. Hann var með bros á vör allan tím- ann, á meðan hestarnir voru leiddir út liver á fætur öðrum og látnir hlaupa vfir hindr- anirnar úti á æfingabrautinni með knapa á baki — kannski í síðasta sinn. — Og liann gekk með kreppta hnefana í vösunum, til þess að fólk sæi það ekki. Mary Holm nam staðar ásamt Banner við hlið JCillans og sagði: „Þeir liafa alveg ljóm- andi gang, Jolin, finnst þér ekki?“ HEIMILISBLAÐIÐ 45

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.