Heimilisblaðið - 01.03.1973, Side 27
sannfærð um, að hún liefði skilið allt eftir í
góðum höndum. Nú stóð hún andspænis því
vandamáli, hvað hún sjálf ætti að taka sér
fyrir hendur. Tillaga frá Annabel leysti
'andamál liennar.
— Þú ættir að ferðast, sagði hún, — til
annars lands, þar sem þú getur fengið tæki-
feri til að gleyma. Hér mun allt minna þig
a hann. Farðu í ferðalag og byrjaðu upp á
nýtt.
-— Já það ætti ég að gera. En livert?
-— Ef til vill geta þeir þarna á gamla
sjúkrahúsinu þínu vísað þér á einhvern stað.
Það var gott að vera komin aftur heim,
hugsaði Natalie. Gott að vera aftur í herberg-
tnu sínu með Annabel liggjandi á dívaninum
1 rauða silkisloppnum sínum og með sígarettu
1 löngu munnstykki eins og venjulega. Það
var gott, að allt var eins og áður, en þó allt
Öðru vísi. — Ég var bara barn áður, hugsaði
hún. —- En nú er ég fullorðin. Bara að það
hefði ekki verið svona erfitt að verða full-
orðin.
Á sjúkrahúsinu var henni tjáð, að vitnazt
hefði um lausa stöðu fyrir hjúkrunarkonu á
sjúkrahúsi í Montreal í Kanada.
— Ég skal senda símskeyti þangað, ef þér
viljið athuga það nánar, sagði sjúkrahússrit-
arinn. — Á yðar reikning.
Natalie tók tilboðinu með þökkum. Hvert
sem væri, ef hún kæmist aðeins burt.
Sjúkrahúsið í Montreal sendi skevti um
hæl, og fyrir hlý meðmæli yfirhjúkrunarkon-
unnar fékk Natalie stöðuna. Símskeytið gerði
hana í senn glaða og lirygga. Glöð var hún,
vegna þess að hún fékk nú tækifæri til að
komast burt. Hún var döpur vegna þess, að
hún vissi, að liún myndi sakna Lundúna sárt,
horgarinnar þar sem liún hafði alizt upp,
borgarinnar þar sem Bob hafði starfað og
lagt sínar áætlanir um starf sitt, hafði náð sér
svo frábærlega á strik í starfi sínu, borgarinn-
ari þar sem hún hafði þekkt hann og elskað.
En þetta yrði bezt á þennan veg. Eða eins og
Annabel sagði: — Þú verður að fara burt,
stúlka mín.
Annabel virtist orðin nokkuð eldri og al-
varlegri, einnig á daginn. Hún játaði fyrir
ÁTatalie, að hún hefði bókstaflega fallið flöt
fyrir einum af sölumönnum verzlunarinnar.
Guð má vita hvers vegna, sagði hún og
glotti, -— hann er sjálfsagt ekki betri en aðrir
karlmenn yfirleitt, jafnvel ef til vill verri.
En mér finnst hann dásamlegur engu að síð-
ur.
Natalie vafði handleggjunum innilega um
liana. — Ég vona, að þér gangi allt í haginn,
Annabel. Ég vona ,að þú giftist lionum og að
þið verðið alveg óendanlega hamingjusöm.
— Ja, ég . . . Annabel dró dálítið seim-
inn . . . Hann hefur ekki beðið mín beint
ennþá, en ég held, að liann meini það alvar-
lega. Ég á að fara með lionum upp í sveit um
lielgina og heilsa upp á fjölskyldu lians. Hún
hló nokkuð óeðlilega. — En geturðu ímyndað
þér mig gifta, Natalie? Mig í agnarlitlu út-
borgarliúsi með hendumar á kafi í matar-
gerð og húsverkum? Sérðu mig ekki fvrir
þér? Hún hló hvellum hlátri.
— Ég á mjög auðvelt með að sjá þig fvrir
mér við þessar aðstæður, svaraði Natalie,
hvellt. — Þú keniur til með að gera þetta og
um leið líka það, ef þú á annað borð ert hrif-
in af honum. Ég . . . Hún snarþagnaði, sneri
sér undan og gekk að bókahillunum. Anna-
bel skildi, og sagði ekkert.
Larry var í fyrstu mjög mótfallinn því, að
Natalie færi til Kanada, en varð að lokum að
játa, að ef til vill væri það henni fyrir beztu.
Kannski vonaði hann, að hún myndi gleyma
Bob þar. Kannski sá hann sjálfan sig í hug-
anum sigla yfir hafið að ári liðnu og liitta
þar fyrir nýja Natalie, glaðværa og káta unga
konu, sem engin spor harmleiks bæri í brún-
um augum.
Hann fylgdi henni til Southampton og um
borð í skipið til Kanada einn kaldan grá-
mvglulegan dag. Regnið blés í andlit þeirra
og rann eins og tár niður kinnarnar. Það
hefðu raunar vel getað verið tár. Hann hafði
verið henni svo góður vinur. Annabel var
einnig með í förinni, og hugsaði allan tímann
um það, hversu þetta var allt öfugsnúið. Gat
Natalie ekki verið hrifin af Larry! Hún
kenndi mjög í brjóst um vinkonu sína. —
Þetta verður ekkert líf án þín, Natalie, sagði
hún um leið og hún faðmaði hana af ofsa. -—
Það verður svo tómlegt. Ég, ég lield, að ég
geti ekki búið þarna lengur, eftir að þú ert
farin.
Natalie brosti. — Þú giftir þig brátt, Anna-
bel.
heimilisblaðið
63