Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 14
Hefði hún þá ekki verið lemstrað lík, þrátt fyrir vald allra guða? En samt varð hann smám saman hrif- inn upp úr þessum hugsunum, því að hann varð meira og meira gripinn af öllu, sem hann heyrði og sá. Þegar hann hafði heyrt prédikun bisk- upsins, þá áleit hann það ekki alveg ómögu- legt, að Guð hinna kristnu kynni að vera til og að hann gæti jafnvel hafa haft hönd í bagga með því sem gerzt hafði. Það væri ef til vill sú hönd, sem hefði stjómað öll- um gerðum Flaviusar. Hjá honum fór líka að vakna grunur um það — þó að óljós væri — að hatur hans og kænska og gort væri — já, hvað átti hann að kalla það — synd. Svo hafði Rut kallað það, og hér, þar sem hann var gripinn af anda hinna kristnu, var hann vitund tilleiðanlegur til að nefna það því nafni. En hvað þá? Þá var hann líka syndari — það hafði Rut annars sagt líka, — nei — fyrir alla muni — það vildi hann ekki vera. Hann sat allur í hnipri innan við múr- brúnina, rétt fyrir innan dyrnar, svo að enginn hafði tekið eftir honum. Skyndilega sneri hann sér að útidyrun- um. — Loftið er ekki gott hér núna, sagði hann við sjálfan sig, — þú kemst í illt skap. Þú verður þunglyndur úr öllu hófi, það er því bezt að þú skreiðist út! Að vörmu spori var hann kominn út fyrir dyr. Hann kom hliðverðinum fyrir sjónir, eins og hann væri kristinn og lék það svo vel, að hann slapp svo, að hann vakti ekki hinn minnsta grun. Hann reikaði nú af stað í djúpum hugsunum og gekk hverja götuna af annari svo, að hann hugs- aði ekkert út í í hvaða átt hann fór. Loks var hann kominn í nánd við höll Klaudiu. Þar þekkti einhver hann af hendingu; var hann þá gripinn og settur í leikhúsfang- elsið umsvifalaust. Hann lét fara sem verkast vildi með sig. Fyrrum mundi hann hafa æpt og var- izt eða beiðst náðar; og hefði það ekki dugað þá hefði hann með brögðum og leikni fengið dyraverðina til að láta sig sleppa. Nú kom honum það alls ekki til hugar. Jafnvel þegar hann sat hlekkjaður við blökk í fangelsinu, og honum hafði verið birtur sá boðskapur, að nú skyldi honum varpað fyrir tígrisdýr, þá hafði hann ekki iátið sér bregða hið minnsta. Svo var hann orðinn sljór og viljalaus. Hann var sem sé orðinn píslarvottur. Það var vegna Rutar, að hann varð að þola þetta allt. Hann líafði viljað lifa fyrir hana, en það gat nú auðvitað ekki komið til mála. Þá vildi hann deyja fyrir hana píslarvættisdauða. Eftir því sem hann hugsaði lengur um það, þá barst hann út fyrir dauðann — komst svo langt áléiðis, að hann stóð frammi fyrir Guði hinna kristnu. Og nú var sá Guð orðinn skuldu- nautur hans; nú átti hann hjá honum alla sælu himniríkis að launum fyrir það, að liann hafði fói-nað sér fyrir Rut. Svona leið hver stundin af annarri. Píslarnautar hans voru nú sóttir hver af öðrum og hrundið út í ógnir dauðans. Sumir æptu og veinuðu, aðrir tóku því með hógværð og kyrrð, aðrir létu dragast með í sljórri mæðuró. 1 hinum dimma fangaklefa varð nú að lokum niðdimmt. Af því réð Flavius að kvöld væri komið. Honum var þá aftur gef- inn frestur til næsta dags og átti því heil- an sólarhring ólifaðan. Þegar honum varð þetta Ijóst, þá vakn- aði aftur hjá honum lífslöngunin, en með henni vaknaði líka óttinn fyrir dauðanum og því sem á eftir honum kæmi. Sú himna- ríkissæla, sem hann vildi krefjast af Guði hinna ki’istnu, fannst honum nú ekki svo sjálfsögð lengur; hins vegar þótti honum nú jarðlífið næsta eftirsóknax*vert, enda þótt það væri ekki annað en þrenging, mæða og þx-ældómur. En hve það var heimskulegt af honum, 14 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.