Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 22
,,Hér er þörf að taka til hendi. Hvaðan kemur allur þessi pappír," segir Kalli. „Ekki veti ég það,“ anzar Palli, ,,en gott er að við eigum hrifu.“ Um það bil sem bangsarnir eru að byrja að raka kémur nashyrning- urinn. „Heyrðu Nasi, þú verður fljótari að safna þess- um pappír en við.“ „Það má vel vera,“ sagði Nasi nashyrningur, en ég er nú ekki vanur að vinna kaup- laust." „Þess þarftu heldur ekki,“ segir Kalli, „ég sækí búnt af gulrótum heim.“ Þegar Nasi nashymingur hefur safnað saman öllum pappírnum og étið gulræt- urnar er hann sæll á svipinn og tekur ekkert eftir að allur pappírinn situr á horninu hans. að við mann sem er svo ráðvandur og tryggnr í lund. Þó að ég standi hér sem svikari frammi fyrir yður, háboma Emilía, þá hlýt ég að segja eins og er.“ Og síðan sagði hann upp alla söguna, hvernig hann hefði freistað Emils. Þá ljómuðu augu konungs af fögnuði. „En nú skal ég launa þér trúmennsku þína að verðleikum, Emil,“ sagði konung- ur. „Að mánuði liðnum held ég brúðkaup þitt og Irenu dóttur minnar!“ Þau Emil og Irena féllu fagnandi að fót- um konungs, en Emilía hljóp hamslaus af bræði og sneypu út úr höllinni og steypti sér á höfuðið í djúpan brunn. Og enginn harmaði hana, því að vond- ur, slægur maður á enga sanna vini. Ráðvendnin varir lengst. Upp koma svik um síðir. SKRÍTLUR Hershöfðingi á að hafa hvatt liðssveitir sínar á þennan hátt: — Berjist áfram, piltar, nefnið aldrei dauðann, gefizt ekki upp fyrr en allar skot- birgðir eru þrotnar. Þegar þið hafið skotið síðasta skotinu, þá getið þið flúið. Ég er dálítið haltur, svo ég ætla að leggja af stað strax. „Ég hélt að þér væruð vinveittur mér,“ sagði stjórnmálamaðurinn við ritstjórann. „Það er ég vissulega," svaraði hinn. „En blaðið hefur ekki minnzt einu orði á ræðuna sem ég hélt fyrir nokkrum dögum.“ „Já, alveg rétt og það finnst mér nú bezta sönnunin fyrir vináttu minni.“ 22 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.