Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 16
var einung’is að reyna að bjarga ungri og saklausri stúlku frá þessum stað og þess vegna er ég nú sjálfur hingað kominn. Antonius tók í hönd honum og sagði hjartanlega: — Vertu rólegur — ég veit allt — þú skalt verða frjáls. Og er hann fór út úr fangelsinu, þá fékk hann fangaverði digran sjóð og mælti: — Geymdu þræl Klaudiu, þangað til þú heyrir nánar frá mér. — Já, herra, það skal gjört verða, svar- aði fangvörðurinn og hneigði sig djúpt og tók við sjóðnum. Daginn eftir gekk Antonius til Klaudiu. öll bragðvísi í framkomu hafði honum ávallt verið móti skapi, og nú var honum það fremur en nokkru sinni áður. Hann vildi ganga beint að verki. Klaudia var búin sínum glæsilegasta búningi og ætlaði að fara að stíga upp í burðarstólinn og láta bera sig í leikhúsið, rétt í því er Antonius gekk inn. Hún heilsaði honum hjartanlega og hisp- urslaust, og leiddi hann síðan inn í forsal- inn og bað hann að taka sér sæti með hug- fangandi brosi. — Göfugi Antonius, tók hún síðan til máls — þú kemur áreiðanlega sakir Rutar, ambáttar minnar, þeirrar er ég gaf leik- húsinu, og sem þú hefur leyst af riddara- skap þínum. Þú veizt, að við höfum rétt til að gera hvað sem við viljum við þræla vora. Ég var orðin leið á Rut og vildi ekki hafa hana lengur; þess vegna framseldi ég hana leiksviðinu. Mér þykir nú miður farið, að ég vissi þá ekki, — eða — hvað á ég að segja — að mærin lá þér á hjax-ta — því að ef ég hefði vitað það, hefði ég auðvitað fengið hana þér í hendur. Hið bitra háð, sem lá í orðum hennar fór auðvitað ekki fram hjá Antoniusi; þess vegna var honum þessi samræða ógeðfelld, og til þess að stytta hana, sem fi’amast væri unnt, þá sagði hann: — Þú segir satt, fagi’a Klaudia, Rut liggur mér sannarlega á hjai'ta — þess vegna er ég líka kominn til að kaupa hana af þér. Taktu til upphæðina, sem þú vilt fá fyrir hana. — Ó, Antonius minn, svai’aði Klaudia elskulega bi’osandi — þú særir mig með því að tala um að kaupa hana — ég vil gefa þér hana með mikilli ánægju. Þú vildir ef til vill óska þér einhveri’ar af ambáttum mínum? Ef svo er, þá seg það og bæn þín skal veitt þér fyrir fram. — Þú ei’t allt of góð, fagra Klaudia, svai’aði Antonius og bi’osti við, — en fyrst þú vilt veita mér eina bæn, þá skal ég biðja þig — ekki um ambátt, heldur þræl. — Þi’æl, já, svo gjarna — en hvern get- ur þú átt við? — Ég á við Flavius, ki-ypplinginn — þann, sem þú hefur líka gefið leikhúsinu. Þá fann Klaudia, að hann kom henni í opna skjöldu og gi’amdist nú með sjálfri sér, að liún hefði glæpst til að lofa svona miklu; samt vildi hún ekki snúa aftur með það, heldur sagði og otaði fingi’i að honum ástleitnislega: — Antonius! Þú ferð allt of langt í göf- uglyndi þínu. Hvað heldur þú, að alþýða manna segi. 1 gær sviftir þú hana einhverri mestu nautn — að sjá kristna manneskju á leiksviðinu. Og í dag ætlai’ðu enn að svipta þá skemmtun. Antonius svai’aði því engu, heldur sagði: — Ég þakka þér, fagra Klaudia, fyrir gjafir þínar — fyrir þau bæði. En — ég man að sjónleikurinn hefst bi'áðum, og sá, að burðarstóllinn þinn var tilbúinn, — þess vegna ætla ég ekki að dvelja hér lengur. Að svo mæltu stóð harxn upp og kvaddi- — Mér veitist sú ánægja að sjá þig í leikhúsinu, mælti Klaudia, áður en hún í’étti honum hönd að skilnaði. En hann kvað nei við því; kom þá yfii' hana háðslegur svipur, og var rétt að þvi 16 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.