Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 24
Kalli og Palli eru glorhungraðir. Nú standa þeir undir stóru perutré. Falleg og stór pera hangir beint yfir höfði þeirra og margar aðrar smærri. En því mið- ur ná Kalli og Palli ekki í þær. Þeir kalla á stóra gír- affann og segja honum frá stóru safarlku perunni í trénu. Þeir biðja hann því að ná henni fyrir sig, þvl hann sé svo hálslangur. Þegar að trénu kemur þakkar gíraffinn þeim fyrir að sýna sér perutréð. Þegar hann hefur náð perunni og étið hana segist hann aldrei hafa smakkað jafn góða peru. „Okkiu: hefði verið nær að fara heim og ná í stiga,“ segja bangsamir. Kalli og Palh hafa fengið lítinn bát lánaðan í helg- arferð. Sólin er nú að ganga til viðar og þeir finna eyju og tjalda þar. Sól er nú löngu sezt og tunglið gægist fram undan skýi, meðan Kalli og Palli sofa í tjaldi sínu og hrjóta. Þegar þeir vakna um morgun- inn og gægjast út um tjalddyrnar verða þeir undr- andi. „Eyjan okkar hefur fengið fætur og hala,“ segir Kalli. „Eigum við þá að kalla hana Fótaey eða kannski Halaey!" segir Palli. „Þið skuluð ekki kalla mig Halaey," segir Maren flóðhestur, „og komið ykk- ur sem fyrst af baki mínu.“

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.