Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 15
að hann, sem annars var svo hygginn og slægur, hafði verið svo óforsjáll að láta handsamast. 1 neyð sinni hrópaði hann til Júpíters og annarra guða Rómverja og bað þá að miskunna sér. Allt í einu nam hann staðar, hugsaði sig dálítið um, og fór síðan að ákalla Guð kristinna manna. Það gat hugsast, að það væri hann eftir allt saman, sem hefði hjálpað Rut úr fangels- inu; og væri það satt, þá gæti hann ef til vill hjálpað honum líka. Gat nú slík bæn aumrar og fávísrar sál- ar náð evrum hins miskunnsama Guðs? Sjálfur gat Flavius ekki trúað því; en um það mun enginn sá efast, sem veit, hve Drottinn getur beygt sig djúpt niður að aumum mannanna börnum, sem syndin °g Satan hafa misþyrmt. Seint á þessu sama kvöldi var Antonius á gangi á götum hinnar miklu borgar. Hann var með allan hugann hjá Rut. Hvað var það, sem dró hann með svo miklu afli að hinni ungu mær? Hann vissi það vel — nú vissi hann það. Eftir það er hann sá hana í fyrsta skipti, varð hann hug- fanginn af henni. Síðan var sú hugfang- an orðin að djúpri og sterkri ást. Og sú ást veitti honum andlegan auð og sælu. Hann hafði oft tekið eftir því, að hjarta Hutar sló fyrir hann. Hann var svo and- ^ga auðugur og sjálfstæður og nú hafði hann fyrir Drottins náð fundið sama frels- ara og hún. Hvað gat þá staðið í vegi fyrir því, að hann hreppti hina jarðnesku ham- lngju, sem hann hafði svo oft órað fyrir? Hyrr en hann vissi af þvi sjálfur, var hann kominn í námunda við leikhússfangelsið. ^egar hann kom auga á þá feikna bygg- lngu, þá varð huga hans um stundarsakir hvarflað burt frá Rut að vesalingum þeim, Sern sátu þarna inni og biðu hins skelfi- 'ega dauðdaga. Hann færðist ósjálfrátt nær, og er hann kom að hliðinu, lét hann umsjónarmann- inn hleypa sér inn, og bað hann síðan að sýna sér fangaklefana. Hinn rjúkandi kyndill umsjónarmanns- ins bar daufa birtu um þessi ógeðslegu híbýli. Hann gáði inn í klefana, hvern af öðrum. Þarna lágu þeir, þessir dauðadæmdu vesalingar, flestir í fóthlekkjum. Allir voru þeir vakandi. Þá spurði Antonius, fullur meðaumkunar. — Hafa þeir neytt kvöldverðar, þessir dæmdu menn? — Já, herra, sagði umsjónannaðurinn, þeir, sem ætlaðir eru leiksviðinu fá þar að auki bæði mikinn mat og kröftugan. Við gefum þeim líka vín, til þess að þá bresti ekki hug og þrek til að berjast. Róm- verjar meta mest af öllu, að bardaginn vari sem lengst, og þeir kunna að meta þá, sem kunna að deyja með sæmilegum hætti. Þessu síðasta gaf Antonius engan gaum, heldur spurði: — Eru þeir allir glæpamenn? — Nei, engan veginn. svaraði maður- inn, nú sem stendur eru hér fáir glæpa- menn. Flestir eru þrælar. Marga höfum við keypt sjálfir, en hina hafa auðugir og tignir húsbændur gefið okkur. — Hvaða húsbændur? Maðurinn nefndi nú marga tigna menn, og þar á meðal Klaudiu. Antoniusi brá og spurði, hvern Klaudia hefði gefið. — Ó, það er ekki nema ræfils bæklaður þræll, sem hafði hlaupið frá henni, en náð- ist aftur. Rómverjinn ungi bað hann að sýna sér þrælinn, og þá þekkti hann Flavius óðara. Hann hafði sem sé séð veslings kryppling- inn daginn áður, þegar hann lét Marcell- us vita, að Rut hefði verið sett í fangelsið. Flavius þekkti líka Antonius og rétti báðar hendur fram móti honum og mælti: — Náð, herra! Ég hef ekkert gert. Ég HéIMILISBLAÐIÐ 15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.