Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 8
VITUR HUNDUR SMÁSAGA EFTIR AXEL BRÆMER Á fögrum sunnudegi fyrir nokkrum ár- um var mér reikað um einn af fegurstu skemmtigörðum Lundúna, Pattersea-park- inn við suðurbakka Thempsár. Góða veðrið hafði heillað f jölda fólks út undir bert loft. Nokkurn veginn jafnhliða út frá mér gekk vel klæddur herramaður, í meðallagi hár, og bar marga hringa á fingrum, sveiflandi silfurbúnum staf í hægri hendi. Hann hafði auðsjáanlega tilhneigingu til að fitna með aldrinum, og hann var rauðleitur í andliti, svipurinn meitlaður — ekki ólíkur því sem maður gat hugsað sér Hindenburg Þýzka- landsforseta á yngri árum — hálsinn sann- kallaður galtarsvíri. Áreiðanlega stöndug- ur stórkaupmaður, náunginn sá arna, hugs- aði ég ósjálfrátt; maður sem hefur komið sér áfram fyrir eigin dugnað; maður sem hefur mikið að segja á þeim fjölmennu og áhrifamiklu fundum sem hann sækir. Ástæðan til þess, að ég — og reyndar margir fleiri — tók yfirleitt eftir honum, var þó ekki hann sjálfur. Það var hundur í fylgd með honum, sá fallegasti Schæfer- hundur sem ég hef nokkru sinni augum litið; og það var hundurinn, sem olli því að maður fékk ósjálfrátt nokkurn áhuga á manninum, sem teymdi hann í svartri leðuról sem hann hélt í vinstri hendi. Ég ætla annars ekki að gleyma mér við það að fara að lýsa þessari fallegu skepnu. Ég hef ekkert sérstakt vit á hundum; en hver og einn hlaut að sjá það, að hundurinn sá ama var eitthvert bezta dæmi um það, hvað vönduð hreinræktun getur af sér leitt. Enn þann dag í dag vil ég halda því fram, að slíkur hundur sé gæddur meira viti en margur niaðurinn. En þama leit hann út fyrir að vera í fremur döpm skapi. Hann dró skottið með jörðunni, og úr brún- um og fallegum augum gaf að lesa dapur- leika. Hann virtist 'engu sinna þeim lilý- leikaorðum sem ýmsir vegfarendur viku að honum; en húsbóndi hans, aftur á móti, virtist njóta þeirra mætavel og telja sér sjálfum þau til gildis. Allt í einu kom þó atvik fyrir, sém á augabragði vakti athygli allra á hundin- um og eiganda hans, þannig að allir þyi'pt- ust utan um þá. Fátæklega klæddur öld- ungur, sem kom gangandi úr gagnstæðri átt, nam snögglega staðar. Hann lauk sund- ur örmum, hljóp í áttina að hundinum auð- sjáanlega stór-undrandi og hrópaði upp: ,,Hektor! Hektor!“ Óðara en hundurinn sá garnla manninn og heyrði hróp hans, stökk hann í áttina til hans; leðurólin skrapp úr greip þess sem um hana hélt og slengdist í sandinn. Fyrr en varði hafði þetta fallega dýr flaðrað upp um öldunginn í ósegjanlegri hrifningu og feginleik, en sá gamli kraup á kné, ekki síður feginn og hrifinn, faðmaði skepnuna að sér, klappaði henni og gældi við hana um leið og hann ávarpaði hana tilfinninga- ríkum orðum í hálfum hljóðum. Eigandi hundsins — leyfið mér að kalla hann ,,heildsala“ til hægðarauka — snar- stanzaði og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. En síðan gekk hann að gamla manninum, mælti til hans ávítunarorðum og greip jafnframt upp ólina til þess að tryggja sér áframhaldandi umráð yfb' kvikindinu. Vegfarendur stóðu að sjálf- 8 HEIMILISB LAÐ I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.