Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 19
þeim öllum, að ég fengi að vera meShjálpin
þín í þeim hernaði.
— Elskaða Rut, svaraði hann innilega.
Það varð líka minn fegursti draumur. Og'
þessi draumur er nú orðinn að uppfylling.
Þú hefur nú þegar verið meðhjálpin mín,
-— já, miklu meira en þú veizt. Þú varst
það einmitt nú og skalt verða það svo lengi
sem Guð lofar mér að halda þér. Eg þakka
þér fyrir það er þú sagðir áðan. Tilboð
keisara míns var freisting. það játa ég.
En ég hafði barist baráttunni og sigurinn
var unninn, áður en ég kom hingað. En
þó urðu orðin þín mér sælasta amen við
þeim sigri.
Og hann strauk ljúflega svarta, þétta
hárið hennar og sagði síðan:
— Já, Rut mín, þú ert mín. Guð gaf
ttiér þig og í krafti kærleika hans og hon-
um til dýrðar skulum við samleið eiga,
hvað sem það svo kann að kosta. Við eig-
um perlu, sem er dýrmætari en hið róm-
verska keisaradæmi og við eigum arf í
vændum, sem vegur þúsundfalt upp á móti
öllu, sem það kostar að fylgja vorum himn-
eska Drottni.
Niðurlati.
Skömmu seinna tók Antonius skím og
sama daginn bundust þau ævitryggðum,
heilögu hjónabandi.
Það var ekki aðeins hátíðisdagur þeim
til handa, heldur öllum hinum fámenna
söfnuði.
Eftir brúðkaupið hafði Antonius brúði
sína með sér út á eitt af búum sínum. Þar
eignaðist Rut svo auðugt og farsælt heim-
Ui, sem Guð einn getur gefið börnum sín-
um.
Antonius dró sig í hlé frá hirðlífinu og
Öllum vinum sínum, að Titusi undanskild-
Uni- Titus unni Antoniusi þeim hugástum,
að vinátta þeirra slitnaði ekki við það
sPor, sem Antonius hafði nú stigið. Titus
heiðraði og virti þennan æskuvin sinn og
virti afstöðu hans, þó hann skildi hana
ekki.
— Hvers vegna heldur þú ekki trú þinni
heimulegri, fyrir sjálfan þig? Þegar þú
lætur hana opinberlega uppi, þá verður þú
með því öllum tignum mönnum til ásteyt-
ingar. Þar að auki veit ég ekki, að hve
miklu leyti það er á valdi keisarans að
vernda þig. Jafnvel þótt Vespasian ofsæki
ekki kristna menn, þá er almenningur svo
æstur gegn þeim. Og enginn veit, hvað
verða kann.
En þetta var Antoniusi engin freisting.
Hann hafði veitt náð Krists viðtöku —
hann vildi líka bera krossinn hans. Hann
vildi eins og kona hans lifa algerlega með
Guði.
Líf Davíðs hafði víðtæk áhrif.
Hann dvaldi um tíma í húsi Antonius-
ar. En síðan helgaði hann sig algerlega
þjónustunni við Drottin, með því að ferð-
ast víða, eins og móðurbróðir hans, Páll
postuli, og boða fagnaðarerindið.
Og þau tvö, sem næst honum stóðu á
jörðinni, fögnuðu í hvert skipti, sem þau
heyrðu, hversu Drottinn blessaði starf
hans.
— Já, elsku vinur minn, mælti Rut eitt
kvöld, er þau Antonius sátu ein saman
úti í skrúðfögrum aldingarði, — en hve
við höfum mikla ástæðu til að þakka Guði,
þegar við lítum yfir þau ár, sem liðin eru,
síðan við hittumst fyrsta sinn, þá sjáum
við, að margan skugga og ský hefur borið
yfir líf mitt og bróður míns. En hvað var
það allt saman? Ekki annað en það, að
faðirinn var að draga okkur til sonarins.
1 kærleika hans hefur allt breytzt í birtu
og hamingju.
Antonius dró konu sína að sér og hvísl-
aði um leið:
— Já, Drottinn er góður og miskunn
hans varir að eilífu.
ENDIR.
HEIMILISBLAÐIÐ
19