Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 26
Sólin skein glatt á heiðum himni. Kalli og Palli eru neyddir til að slá grasið og vökva garðinn. Palli er alveg uppgefinn og segist nú ekki geta meira. Hann gengur að garðstóli og leggst í skugga af stóru tré. Úti á veginum kemur íssalinn gangandi, hrópandi: ÍS, ÍS, svalandi ÍS, komið og kaupið ÍS! Og nú er Palli ekki lengur þreyttur, hann hleypur til íssalans og kaupir stœrðar ís. Kalli er undrandi yfir hvernig Palli getur hlaupið svona hratt. Hann sem var svo þreyttur áðan. Kalli og Palli og Óli broddgöltur eru i leyfi saman þetta árið. Þeir leika sér oft saman. Nú eru þeir í höfrungahlaupi. Kalli stekkur fyrst yfir Palla. Síðan er röðin komin að Óla broddgelti. Hann er duglegur í höfrungahlaupi. Þá er komið að Palla að stökkva yfir Óla broddgölt, en hann hugsar sig um, áður en hann stekkur, því broddamir á Óla eru hvassir. En þá dettur Kalla í hug snjallræði. Hann fer heim og sækir púða i rúmið sitt og leggur yfir bakið á Óla. Þa getur Palli með góðu móti stokkið yfir Óla broddgölt.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.