Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 11
Skáldsaga frá dögum Títusar keisara
Eftir I. IHLENFELD
Hinir tveir stóðu litla stund og virtu
fyrir sér hamingju systkinanna. Þá sagði
annar þeirra og það var enginn ótignari
en Titus sjálfur:
— Komdu, Antonius, við skulum fara;
hér er okkur ofaukið.
Og síðan hurfu þeir á brott, áður en þau
systkinin vissu vitund af.
Úti fyrir stóð heill skari af þjónum og
sömuleiðis nokkrir fangaverðir og umsjón-
armenn; heilsuðu þeir allir hinum unga
keisarasyni með mikilli lotningu.
— Er þrællinn, sem flutti mér tilkynn-
inguna, hér enn? spurði Titus.
Þá gekk Flavius fram með sigurbrosi
yfir öllu afmyndaða andlitinu og mælti:
— Herra, hér er ég.
— Gajus, sagði Titus við einn af þjón-
um sínum, þú verður hérna eftir og nokkr-
ir þjónar með þér, þangað til þau tvö —
hérna inni — koma út — þá fylgið þið
þeim heim til Kvintusar skipherra. Hann
þarna — og hann benti á Flavius, — vísar
ykkur veginn.
Síðan fór hann brott og Antonius með
honum.
VIII.
Sigur.
Það leið langt um, áður en Rut fengi
°rði upp komið. Nú var það orðið sem hún
hafði beðið Guð um með brennandi bænum,
0íí það svo skyndilega, að það gekk alveg
fi'am af henni.
En loks sleit hún sig lausa úr faðmi
bróður síns og sagði um leið í hljóði:
— Davíð, Davíð, bróðir minn, bemsku-
vinurinn minn. Loksins hitti ég þig þá
aftur, lof sé Guði. —
— Já, lof sé Drottni Jesú Kristi, svar-
aði bróðir hennar. Þá hrópaði Rut upp
yfir sig og augu hennar tindraðu:
— Svo þú trúir þá líka á hann, Davíð?
— Já, kæra systir, ég trúi á hann og
er skírður til hans.
— Dásamlegi Guð, sagði Rut í hljóði. En
segðu, hvemig það atvikaðist, að þú hef-
ur nú fundið mig aftur? Hver hefur leitt
þig hingað?
— Þessir tveir menn, sem þú sást rétt
áðan; þú getur nú víst getið þér til, hver
annar þeirra var?
Þá blóðroðnaði Rut skyndilega.
— En er hann líka kristinn ? spurði hún
hóglega.
— Ekki ennþá, en hjarta hans tilheyrir
Drottni og hann bíður eftir því einu, að
hann verði skírður. Það var eins og Rut
dreymdi. Hún hafði ekki dirfst að vænta
svona mikillar hamingju.
Þá heyrðist skyndilega öskur í fjarska,
svo að hún hrökk titrandi saman. Þá
minntist hún þess aftur. hvar hún var
stödd og hvað hennar beið. Átti hún þá
að deyja einmitt nú, þegar lífið blasti við
henni bjart og dýrðlegt? Gæti það verið
fyrirætlun Guðs?
Davíð gat lesið úr augnaráði hennar,
heimilisblaðið
11