Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 10
Eggert Ólafsson:
ÍSLANDSSÆLA
(BROT)
Þegar líður gamla góa,
góðs er von um land og flóa,
vorið bræðir vetrar snjóa;
verpa fuglar einherjans
út um sveitir Isalands;
ungum leggur eins hún tóa
úr því fer að hlýna;
enga langar út um heim a'ð blína.
Tjaldar syngja’ um tún og móa,
tildrar stelkur, gaukur, lóa,
endar hörkur hljóðið spóa,
hreiðrin byggir þessi fans
út um sveitir ísalands;
æðarfuglinn angra kjóar,
eru þeir að • hvína;
enga langar út uni heim að blína.
Sæt og fögur grösin gróa,
gleðja kindur, naut og jóa,
engjar, tún og auðnir glóa
eftir boði skaparans,
út um sveitir tsalands;
að stekkjar-fénu stúlkur hóa
og stökkva’ úr því við kvína;
enga langar út Um heim að blína.
góðverk. Ef ég ætti fjögur hundruð krón-
ur, myndi ég ekki hika við að fóma þeim
fyrir þennan fallega hund og gefa hann
síðan aftur fyrri eiganda sínum. En ég er
ekki með nema hundrað krónur á mér.
Þær vil ég gjarnan leggja fram. Viljið þið,
herrar mínir leggja ykkar skerf ? Eg held,
að þannig gætum við í sameiningu bjarg-
að málinu við.“
„Já, já, vissulega,“ heyrðist hvarvetna
í manngrúanum. Ungi maðurinn dró nú
fram hundrað króna seðil, setti hann í hatt-
inn sinn og gekk síðan með hann milli við-
staddra. Á fimm mínútum fylltist hattur-
inn af seðlum og mynt. Ungi maðurinn
gekk aftur til heildsalans og gamla manns-
ins. Hann taldi fram fjárupphæðina.
„550 la-ónur og 75 aurar,“ sagði hann
hæstánægður. Hann rétti heildsalanum
fjögur hundruð krónurnar, og í næstu and-
rá þrýsti gamli maðurinn Hektor þétt að
sér. Mannfjöldinn laust upp fagnaðarópi.
Ungi maðurinn veifaði sem sigurvegari.
„Herrar mínir,“ sagði hann. „Ég þyk-
ist vita, að það sé ósk allra, að ég rétti
gamla manninum þær hundrað og fimmtíu
krónur og sjötíu og fimm aura sem fram-
yfir eru.“
Við enn meiri fagnaðarlæti stakk hann
peningunum í vasa öldungsins. En heild-
salinn rétti fram sterklega höndina.
„Herrar mínir,“ mælti hann til við-
staddra. „Ég er að vísu viðskiptamaður
fram í fingurgóma. En ég er ekki svo harð-
brjósta sem þið máski haldið. Ég vil einn-
ig leggja fram minn skerf. Ég hef breytt
rangt, og um leið og ég afhendi þessa pen-
inga, bið ég yður að fyrirgefa mér.“
10
HEIMILISB LAÐ I Ð