Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 12
livað hún hugsaði; hann lagði nú hendur
um háls henni brosandi og’ mælti:
— Láttu ekki hugfallast, elsku systir,
þú þarft ekkert að óttast — þú ert frjáls.
— Davíð, er ég frjáls? hrópaði Rut
fagnandi. Hver hefur leyst mig? Hverjum
á ég það að þakka?
— Næst Guði áttu það Titusi að þakka,
hinum unga syni keisarans.
— Ó, bróðir minn, v.ið skulum falla á
kné saman í fyrsta skipti — og þökkum
Drottni alla miskunn hans.
Davíð fann hjartanlega þrá hjá sjálfum
sér til að gera það. Og þegar í stað steig
svo brennheit þakkargjörð í dimma klef-
anum upp til Guðs hjálpræðisins, eins og
tvö ung börn hans geta framast beðið.
Að lokinni bæninni leiddi Davíð systur
sína út.
Fangavörðurinn veik sér lotningarfyllst
til hliðar fyrir þeim; gengu þau síðan út
á götur Rómaborgar og stefndu þangað
sem Kvintus átti heima.
Gajus og þrælarnir komu í humátt á
eftir.
Á leiðinni sagði Davíð systur sinni frá
tveggja ára veru sinni á herskipinu og
hvernig það atvikaðist, að hann varð krist-
inn. Sömuleiðis sagði hann frá samfund-
um sínum við þá Titus og Antonius og
um það er síðan dreif á dagana.
Á Alexandíuhöfn var honum gefið frelsi
að skipun Titusar og Antonius Arrius hafði
reynst honum eins og vinur og birgði hann
að öllu, sem hann þurfti á að halda. Svo
fór hann til Rómaborgar með Titusi. Ant-
onius hafði sagt honum, að hann hefði
áður en hann fór, boðið ráðsmanni sínum
að kaupa Rut frelsi og þess vegna hefði
hann búizt við að hitta hana að heimili
Arriusar. Hann hefði því skundað þang-
að fullur glaðrar eftirvæntingar. Sér hafi
því orðið sár vonbrigði, er Rut var þar
eigi; þar á móti hafði hann fengið að vita
hjá Marcellusi, hvernig sakirnar stóðu.
Auðvitað urðu Antoniusi það líka hin
mestu vonbrigði, og hann var áhyggjufull-
ur út af forlögum Rutar. Marcellus friðaði
hann þó með því að geta tjáð honum, að
Rut væri enn hjá Klaudiu, og Klaudia hefði
ekki í hyggju að gera henni neitt mein.
En þá var Antonius kallaður aftur á fund
keisara, og meðan hann dvaldi þar, hljóp
þræll einn á brott'frá Klaudiu og kom til
Marcellusar, og sagði honum að Rut yrði
bráðlega gefin leikhúsinu. Þegar Antonius
frétti þetta, þá varð hann utan við sig
af hryggð og reyndi'þegar hina sömu nótt
að frelsa hana. En það tókst honum samt
ekki. Næsta morgun reyndi hann að nýju,
en það varð líka árangurslaust. Honum
var jafnframt sagt, að Rut yrði ekki bjarg-
að, því að Domitian stæði á bak við þetta
allt saman, þá var ekki annað úrræði, en
að tjá Titusi, hvar komið væri og biðja
hann ásjár. Titus var þegar viðbúinn að
liðsinna vini sínum og fór jafnvel sjálfur
til fangelsisins til að koma því á leið, að
ungu stúlkunni yrði gefið frelsi.
öllu þessu lýsti Davíð með mikilli
mælsku fyrir systur sinni og hjai*ta henn-
ar fagnaði því, að heyra sagt frá þeim
kærleika, sem henni hafði verið sýndur og
bróður hennar. Nú voru þau komin alla
leið að húsi Kvintusar. Rut hljóp þá til
og drap að dyrum. En er enginn kom til
dyra, þá sagði hún:
— Þá veit ég, hvar þau eru. Komum!
En af því að þangað er ekki nema spöl-
korn, þá getum við farið fylgdarlaust og
þar að auki — bætti hún við á hebresku:
gæti verið ógætilegt að fara þangað með
þjónana, þess vegna bið ég þig, bróðir,
þakkaðu þeim fyrir fylgdina og láttu þá.
svo fara brott.
Að því búnu gengu systkinin alein áfram
í áttina þangað, sem Aquilas átti heima-
Og þá voru þau ekki alein. Maður var
að læðast í humátt á eftir þeim.
Það var Flavius.
12
HEIMILISB LAÐ I Ð