Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 6
Rétt eins og aðrar sórborgir á Lúxem- búrg sínar nýtízkulegu verzlunargötur — Grand-Rue, Avenue de la Liberté, Boule- vard Franklin Delano Roosevelt. Það, að nafn Roosevelts forseta skuli hér haft í fullri lengd, stafar af því, að miðnafnið, Delano, er runnið af fornu lúxembúrsku ættarnafni: De Lanoy. Hin fullkomna og þekkta útvarpshljómsveit Lúxembúrgar er til húsa í tilkomumiklum hljómleikasal. í hinum nýtízkulegu veitingahúsum er hægt að njóta góðrar tónlistar yfir glasi af mós- elvíni, hinu þjóðlega plómubrennivíni, qu- etsche, eða við glas af freyðandi lúxem- búrgarbjór. Matsöluhúsin bjóða franska sérrétti eins og þrastasteik og akurhænu- steik, og matseðlarnir eru á frönsku. Þama eru líka kabarettar með erlendum skemmti- kröftum, og næturklúbbar sem bjóða upp á listafólk frá París, London og Riví- erunni. Glæsilegar fominjar. Það sem heillar mest og hefur hvað varanlegust áhrif við kynni af höfuðstað Lúxembúrgar — og hér er um enn eina andstæðuna að ræða — er það, að maður getur rifið sig burt frá öllu því nýtízkulega sem höfðar til manns og heillar mann, og komizt á örfáum mín- útum í umhverfi sem er mótað af þrett- ándu, tólftu eða jafnvel tíundu öld. Flest- ar byggingamar hafa staðið óbreyttar í fjórar eða fimm aldir. Portbyggðu hellu- þökin með gaflana fram að götunum, háar og oddmjóar tumspírur kirknanna, virkis- síkin með fremur lágum turnum — þetta eru miðaldirnar umbúðalausar. Það eru líka þúsund ár síðan — frá pálmasunnudeginum árið 963 — að Sieg- fried, foi'faðir lúxembúrsku aðalsættarinn- ar, fór með lið sitt og fjölskyldu upp á Bock-hamarinn og tók að reisa sér kastala á rústum rómversks virkis, sem kallaðist Lucilinburguc (Litlaborg). Ekki leið á löngu unz hann og eftirkomendur hans lögðu undir sig víðara landflæmi, unz ætt- in var orðin sá aðili sem valdið hafði. Og um skeið var þessi háborg óneitanlega viss höfuðborg Evrópu á sinn hátt. Hér sat á stóli hinn blindi greifi Johan, sem varð konungur Bæheims, og á fjórtándu og fimmtándu öld komu frá þessu konungs- húsi fjórir keisarar hins þýzk-rómverska ríkis. 1 aldanna rás varð hertogadæmið fyrir hverri árásinni á fætur annarri. Spánverj- ar, Hollendingar, Austurríkismenn, herir Napoleons — næstum því öll stórveldin kepptust um aðstöðu á þessu mikilvæga svæði. Árið 1967 tókst loks með Lundúna- sáttmálanum að tryggja hlutleysi þessa hrjáða, aðframkomna en söguríka og minja-auðuga svæðis um ókomna tíð. Tímar reynslunnar. Þegar komið var fram á tuttugustu öldina var Lúxembúrg ófært um að keppa við næstu granna sína í uppbyggingu hervarna, þannig að fall- izt var á að hafa aðeins 250 manna her, — og þar af voru 75 hljóðfæraleikarar. En þegar Þjóðverjar rufu hlutleysi landsins árið 1914 og ruddust í gegnum það, voru um 1000 Lúxembúrgarar fljótir til að ger- ast sjálfboðaliðar í franska hemum til þess að berjast gegn árásaraðilanum. Þeir urðu frægir að hreysti og hugprýði, en þeir guldu líka mikið afhroð. Þegar vopnahlé var samið, voru aðeins 372 þeirra á lífi. Árið 1940 óðu Þjóðverjar yfir landið öðru sinni, innlimuðu það í þýzka ríkið og lögðu bann við notkun franskrar tungu. Ibúarnir voru meðhöndlaðir sem borgarar Þriðja ríkisins og þvingaðir til skrásetn- ingar í þýzka herinn. Þeim sem reyndu að komast undan var stranglega refsað. En hinir hraustu Lúxembúrgarar neituðu að láta skrásetja sig, og árið 1942 mynd- uðu þeir hið fyrsta alþjóðar-verkfall á her- 6 HEIMILISB LAÐ I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.