Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 17
komin að láta það fjúka, sem henni bjó niðri fyrir. En stillti sig þó og kvaddi með nlskuleg-asta brosi. Það voru hyggindin ein, sem réðu því hjá Klaudiu að hér fór með þeim álitlega og þau skildu skipulega. Hún lét vel við öllu, þó henni þætti miður fara. Hún vissi vel, að það var Titus, sem hafði komið því á leið, að Rut var látin laus og hún áleit hag- felldast að lifa í friði við hann. En auð- vitað stóð Antoniusi á sama, hvað réð hjá henni. Hann mat að engu hylli hennar, °g óttaðist hana ekki heldur. Domitian lét líka vinalega við Antonius, þó að vinsemd hans væri jafnfölsk og hjá Klaudiu. Hann lét sig engu skipta, hvað lægi á bak við uppgerðarvináttu þeirra, því að hann var líka alls óhræddur við Domitian. Hann óttaðist engan í fæstum oi’ðum sagt. Hann gekk öruggur götu hins i'éttláta. Titus var vinur hans og keisar- inn var honum hliðhollur. En þúsund sinn- um meira vert var þó hitt, að hann átti al- máttugan verndara í himninum. Rut bjó hjá Kvintusi og Priscillu. Þau unnu hinni ungu mær hugástum og meira nú en nokkru sinni áður. Hún var eins og heimt úr helju og gefin þeim að nýju. Hún var með þeim eins og dóttir þeirra, og Pi’iscilla gerði allt sem hún gat til þess að dvölin þar mætti verða henni sem hug- næmust. Hún vildi varla leyfa Rut að snerta á nokki’u verki. Þegar gamli Kvint- us kom heim á kvöldin, þá sátu þau öll saman og töluðu um Guðs ríki og lofuðu ^i’ottin. Davíð kom þangað daglega. Hann bjó hjá Antoniusi. Þeim systkinum leiddist aldrei að vera samvistum. Annan gest bar þar oft að garði. Þótt hann væri auðugur og tiginn maður, þó að höll keisarans stæði opin fyrir honum, hótt „höfðingjarnir og hinir voldugu" sýndu honum alla vináttu og hylli, þá dróst hjarta hans að þessu fátæklega heimili. Þar fann hann eitthvað, sem var meira vert en öll dýrð Rómaborgar. Þar voru manneskj ur, sem hann átti tal við um það, sem honum var ríkast í huga. Og þar var hún, sem hann unni með allri ást æsku- mannsins. Hann hafði spurt hana, hvort hún vildi verða konan sín og hún hafði varpað sér upp að brjósti hans og játað í hljóði, og það já var fullt af fagnaðarsælli hamingju. Einu sinni, er Antonius kom, skundaði Rut til móts við hann að vanda. Þá var hann næsta alvarlegur í bragði og yfir allri framkomu hans var hátíðlegur al- vörublær. — Hví ertu svo alvörugefinn í dag, vinur minn, hvað hefur komið fyrir? spurði Rut. — Komdu inn með mér, þá skal ég segja þér það, svaraði hann og lagði hönd um háls henni og hafði hana með sér inn í húsið. Kvintus var ekki heima og Priscilla var önnum kafin í eldhúsinu, svo að þau gátu talað saman í fullu næði. Hann tók sér sæti á trébekk og Rut sett- ist á lágan skemil beint á móti honum og tók í hönd honum. — Ég átti nýlega tal við Titus, hóf hann máls, hann er hinn trúfasti vinur minn, og við eigum honum mikið að þakka. Þess vegna áleit ég skyldu mína að tala hrein- skilnislega við hann. Ég sagði honum þá, að ég vildi láta skírast. Og þótt hann viti það vel, að hjarta mitt hefur lengi hallast að hinum kristnu, þá leit hann þó á mig forviða og svaraði: — 0, vinur minn, það má ekki verða. Og er ég hélt þessu fast fram, þá sagði hann: — Á ég þá að sjá kappann hann Arrius minn, hann, sem er svo vopnfimur og flest- um mönnum hraustari — á ég að sjá hann HEIMILISBLAÐIÐ 17

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.