Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 2
VORLJÖÐ Heyrirðu hljóminn — heyrirðu söngfugla róminn? Finnurðu tciugcumar titra viö hreiminn, er tónamir líöa um vorbláan geiminn? Finnst þér sem hljómöldur hugnæmar falli a,S hjarta þér, líkt og þær kalli: ó, hvílíkt yndi! ástin viS lífið mig bindi! Finnurðu ylinn finnurSu vorsólar-ylinn? Finnurðu geislana fjörga og hressa? Finnurðu’ að sólin er lífið að blessa? Finnst þér svo bjart og svo fagurt á vegi, sem fagnandi hjarta þitt segi: Lífið er yndi! Lífið er lcærleikans yndi! Sérðu, við Ijósið — sérðu, við ylinn og Ijósið, blómin á brjóstinu brosandi spretta, blómgandi krónur úr duftinu flétta? Finnurðu lífskraft frá Ijósinu bjarta, líkt og þér ómi frá hjarta: Lífið er máttur! Lífið er kærleikans máttur! Skilurðu sönginn — skilurðu hljómblíða sönginn? . Skilurðu ylgeislans ástríka varma, örvandi, skapandi Ijósgeislans bjarma? Skilurðu áhrifin — ástþýða máttinn, sem örfar þér hjartsláttinn: Guð er að tala — GuS er í hjartanu að tala! Þetta er vorið — þetta er blessaða vorið. Þetta er kærleikur, aflvakinn eini, elskan, sem kveikir oss lífið úr steini. Þetta er vakningin, Kristur að kalla kærleikans boð — fyrir alla. Ljósið mun sigra — Ijósið er myrkrið að sigra! Þetta er lífið — þetta er frjóvgandi lífið. Aflið, sem hrærir hvert einasta hjarta, sem ylinn oss færir og Ijósgeislann bjarta, er kærleiksuppsprettan, lifandi lindin, lýsandi guðdóms myndin. Lífið mun sigra — lífið er dauðann að sigra! Adam Þorgrímsson. Forsíðumyndin: Hvítá, gljúfrin fyrir neðan Gullfoss.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.