Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 4
Við viljum halda áfram að vera það sem
við erum.
Þessi einlæga ósk um frið er dæmigerð
í andrúmslofti klettabeltanna í Ardenna-
fjöllunum og á hinum sólríku engjum Le
Bon Pays. Allt þetta hefur einkar róandi
áhrif, það komst ég að raun um í fyrsta
skipti sem ég stóð í hægum andvara
uppi í fjallahlíðunum ofan við bæinn Kaut-
enbach. Hið eina sem rauf kyrrðina var
fjarlæg kirkjuklukka. „Fyrir mig er þetta
stórum betra en að svelgja róandi pillu,“
sagði ég við fylgdarmanninn minn, sem var
einn af embættismönnum landsins. „Hér
í landi þurfum við ekki að gleypa pillur
til þess að öðlast frið og ró,“ svaraði hann.
„Við eigum þetta innra með okkur.“
Friðsældin og jafnvægið í Lúxembúrg er
sem fastmótuð í hispursleysi fólksins, hag-
sýni þess og sterkri lýðræðiskennd. öll dag-
blöðin f jögur eru flokkspólitísk. Þess vegna
lætur hið opinbera dreifa umræðum þings-
ins á tveggja vikna fresti í hvert og eitt
hús í landinu. Sú útgáfa á sér stað allan
tímann sem þingið situr, og þannig geta
allir fengið hlutlæga frásögn af því sem
er að gerast á vettvangi stjórnmálanna. Og
segja má, að það sé einkennandi, að prent-
un og dreifing þessarar opinberu útgáfu
fer fram í hinum ýmsu prentsmiðjum til
skiptis, svo að ekki sé hægt að segja, að
einum sé hyglað öðrum fremur.
Svo til öll böm í landinu ganga í sömu
skólana, og bekkjarsamheldnin varir oft
ævilangt. Dag nokkum, er þáverandi for-
sætisráðherra, Joseph Bech, var á leið til
sérlega mikilvægs fundar í þinginu, heyrði
hann gluggapússara hátt fyrir ofan sig
kalla: „Góðan daginn, Jósep!“ Bech leit
upp til mannsins, gamals skólafélaga, og
kallaði á móti: „Gættu þess nú að falla
ekki!“ Gluggahreinsunarmaðurinn brosti
til hans og svaraði: „Ja, ef þú fellur í dag,
þá verður fall þitt miklu hærra!“
Segja má, að allir geti gengið beint inn
til ráðherra og flutt mál sitt og létt af sér
áhyggjunum. Hafi ráðherrann skroppið í
mat, veit komumaðurinn að líkindum
hvaða veitingahús eða krá hann hefur far-
ið í. Og sé maður ókunnugur í bænum, þá
er hægur vandi að hringja í hið opinbera
og fá alla nauðsynlega fyrirgreiðslu. Síma-
stúlkan gefur samband við hina réttu
skrifstofu.
Viðhorfið milli almennings og æðstu fjöl-
skyldu landsins er að sama skapi alþýð-
legt. Þegar Jean, sonur Charlottu stórher-
togaynju, kvæntist 'belgísku prinsessunni
Joséphine-Charlotte árið 1953, streymdu
blaðamenn til Lúxembúrgar til þess að vera
viðstaddir hátíðahöldin. Einn af þeim út-
lenzku, sem vanur var því, að allt færi á
annan endann ef eitthvað var að gerast hjá
kóngafólkinu, spurði vegfaranda: „Hvers
vegna stendur fólk ekki í röðum meðfram
öllum götum til þess að koma auga á brúð-
arfylgdina þegar hún fer framhjá?"
Maðurinn leit á hann forviða: „Nú, mað-
ur fer náttúrlega út á götu og horfir á
fylgdina þegar hún fer framhjá, en mað-
ur þarf svo sem ekki að standa tímunum
saman til þess að sjá stórhertogynjuna og
son hennar. Maður rekst á þau hér og þar
í bænum svo að segja í hverri viku.“
Og þetta sagði hann dagsatt. Charlotta
stórhertogaynja, sem á 25 barnaböm, fer
til dæmis í búðaráp fyrir hver jól til þess
að kaupa gjafir eins og aðrir foreldrar.
Og engum finnst það hið minnsta skrítið.
Lífiö er stál. Fjárhagsleg þýðing Lúx-
embúrgar stendur reyndar ekki í réttu
hlutfalli við stærð landsins. Fjöldi banda-
rískra stórfyi-irtækja hefur valið þetta land
sem aðsetur fyrir fjárfestingu sína, og
fyrir bragðið hefur hertogadæmið þróað
upp nýjar iðngreinar: gúmmí, plast, efna-
iðnað, landbúnaðartæki og fjöldamargt
annað. En stálframleiðslan, sem lengstuin
4
HEIMILISB LAÐ I Ð