Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 27
,.Við ætlum að fá pensla og málningu, því það er ttiikil þörf á að mála heima hjá okkur," segja Kalli °e Palli við kaupmanninn. „Það er gott, því að hjá •hér fáið þið beztu pensla í heimi,“ segir kaupmaður- btn. Kalli og Palli taka til við að mála loftið þegar Þetr koma heim, en það gengur ekki vel hjá þeim, málningin rennur ofan í ermina og pensillinn hangir fastur í málningunni. Þá hleypuur Kalli af stað eftir öðrum pensli stærri. En ekkert gengur betur með hon- um og svo eru sóttir fleiri penslar og á myndinni get- ur þú séð, hvernig loftið leit út að lokum. Það er gott að sitja á baki fílsins og láta hann hlaupa með sig. Kalli og Palli skríða á bak fílnum. ■>Hott, hott, áfram með þig,“ skipa þeir fyrir. Þungur búkur fílsins fer á hreyfingu. Smátt og smátt eykur fillinn hraðann og því hraðar sem hann hleypur þvl •úeira gaman þykir bangsunum. En loks þreytist fill- inn og staðnæmist til að fá sér að drekka. Hann slokr- ar í sig vatni í litratali og svitinn lekur af honum. Hann snýr nú rananum aftur og sprautar vatninu yfir hrygg sér. En Kalli og Palli höfðu gleymt því, að þetta gera fílar ævinlega, þegar þeir hafa drukkið.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.