Í uppnámi - 25.04.1902, Page 48

Í uppnámi - 25.04.1902, Page 48
38 sögunni. Kahl (“Tegnér och hans samtida í Lund”) segir frá eptirfylgjandi sögu. Arið 1805 börðust Englendingar og Frakkar um völdin í Evrópu, eins og kunnugt er, og hafði Tegnék ort ágætt kvæði um striðið. Hann og fiestir ungir menn hölluðust að Frökkum og hetjunni fra Korsíku, en eldri menn óskuðu þess, að England bæri sigur úr býtum, og í tölu þeirra var Norbekg; hann var vanur að kalla Britaniu “verndargyðju mannlegrar og guðdómlegrar réttvísi.” Stóðu þannig ungir og rosknir andvígir í skoðunum; þá var það, að Norberg stakk upp á því, að menn skyldu fá þetta útkljáð með tafli og af leikslokunum ráða, hver endir yrði á ófriðnum i Evrópu. Hann kaus Tegnér til að tefia við sig; áttu skákmenn hans að tákna herafla Signu-valdsins, en menu Norberg’s lið sjólans við Temsá. Taflið byrjaði og stóð lengi yfir eins og orustan við Abukir eða Trafalgar. Eptir harða og langa vörn og sókn voru menn Tegnér’s farnir að tínast af borðinu. Og þegar svo endalokin voru auðsæ, stóð Norberg sigri hrósandi upp af stólnum og hrópaði: “Mínir herrar! Albion hefur sigrað! Eigi lygnir hér i Evrópu fyr en Búrbonarnir sita aptur á veldisstóli Frakk- lands!” Samkvæmið hló dátt að hinni politisku fjarstæðu hans, en hinn júirunni taflmaður brosti einungis glettnislega að hinni barnslegu gleði mót- leikanda síns. — I síðasta hepti af “í Uppnámi” var lauslega minnst á þorpið Ströbeck, sem svo frægt er orðið fyrir skákiðkan íbúanna nú um fleiri aldir. Það liggur skammt frá Halberstadt á frósamri sléttu norðvestur af Harzfjöllum; að ytra útliti er þorpið eigi frábrugðið öðrum þorpum þar í grend nerna ef vera skyldi að þvi, að vindhaninn á kirkjutui’ninum er skákborð úr járni. En þegar menn lita betur eptir, munu þeir fljótt verða þess varir, að bærinn hefur skákbrag á sér ef svo mætti að orði komast. Þar er hár, gamall turn, sem heitir skákturninn, helzta veitingahús — og kannske það eina — heitir “Gasthaus zum Schachspiel”, og á torginu fyrir fiaman eitt álitlegt hús getur að líta skákborð úr steini; i húsinu býr formaður skákfélags þorpsbúa. Fleira mun og mega sjá, er bendir i þessa átt, þótt þess sé eigi hér getið. Það verður eigi sagt m.eð neinni vissu, hvenær skáktaflið hafi fyrst tekið sér hér bólfestu; ef taka mætti mark af sögu- sögnum þar um, hefur það verið allsnemma, en ekki skulu menn henda neinar reiður á slikt, þvi að þær verða aldrei annað en óáreiðanleg munn- mæli, er cigi standast kritik. Ein sagan segir, að Hinrik II. Þýzkalands- keisari (1002—1024) hafi falið Arnúlfi biskupi árið 1011 að geyma ættgöfugan mann, Guncellin greifa, er hann hafði tekið til fanga. Biskup setti hann þá i turninn í Ströbeck (Ströpke hét þorpið fyr á timum) og lét bændur gæta hans. Þótti greifannm æfin leið þar og sér til dægrastyttiugar skar hann út skákraenn og skákborð og kenndi varðmönnum sínum að tefla skák. Þótti þeim mikið til taflsins koma og kenndu öðrum og þannig á skáktaflið að hnfa fest fyrst rætur þar. Unnur sagan, sem er enn ótrúlegri,

x

Í uppnámi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.