Í uppnámi - 25.04.1902, Page 49

Í uppnámi - 25.04.1902, Page 49
30 segir, að biskup einn hati á lierför gegn Vindum 1068 teldð til fanga göfugan Vinda og sett lmnn i höpt í Ströbeck og hafi sá átt að kenna þorpsbúum taflið; bætir sagan þvi við, að þess vogua liafi þeir kaliað peðin Vinda (!) til þess að smána þenna slafneska þjóðflokk, er Þjóðverjar höfðu undirokað. Koch prestur i Magdeburg, er samið hefur “Scliachspielkunst,” (1801) getur þess í þeirri bók, að til grundvallar fyrir báðum sögu- sögnunum liggi ein og sama sagan, sem sé sú, að stiptsherra einn í Halber- stadt hafi óvingazt við biskup sinn og flúið sökum þess til Ströbeck og dvalið þar um hríð; í þeirri útlegð hafi hann svo kennt íbúunum þar að tefla skák. Síðar hafi liann orðið biskup og hafi þá minnzt útlegðaráranna og taflkonnslunnar og hvatt ibúana að halda þeirri list í heiðri og lofað þeim, að þeir skyldu leystir við ýmsa skatta, ef þeir gerðu svo. Snemma tóku Ströbeckingar upp þann sið, að hjóða öllum ferðamönnum, er fara þurftu gegnum þorp þeirra, að þreytn tafl áður þeir færu burt. Siður þessi helst víst að nokkru leyti enn í dag, þvi að jafnan mun aðkomumönnum boðið i skák, þótt engin skylda sé á að þiggja boðið, en allmargir góðir taflmenn hafa til þorpsins komið og koma enn. Fimmta hvert ár eru lialdin kapptöfl þar og veitt verðlaun allhá. Börnum er, jafnskjótt og þau hafa vit á, kennt að þekkja mennina og svo æfð í taflinu; um páskaleytið hvert ár eru þau reynd og látin þreyta tafl sín i milli og beztu teflendum kari- kyns og kvennkyns veitt verðlaun; enginn þarf að hugsa til að verða skólakennari i Ströbeclt, nema hann tefli skák. Og hið heilaga bjónaband verður jafuvel að beygja sig fyrir hinni allsráðandi skák, þvi að ef maður i Ströbeck vill kvongast meyju úr nálægu þorpi, verður hann annaðhvort að láta hana læra skák áður hann færir hana heim sem brúði sína eða að borga háa sekt i sjóð þann, er verja skal til verðlauna við kapptöfl. Allt til síðustu tíma hafa tíðkazt ýmsar skákkreddur meðal taflmanna þar, svo sem að skákmennirnir voru settir þannig upp eða réttara sagt “settir út” i tattbyrjun, að .hrókapeðin stóðu á a4 og a5, h4 og h5, drottningarpeðin á d4 og d5 og drottningarnar á d3 og d6 og ávallt hafður svartur horn- reitur til hægri handar; annars máttu peð aldrei lilaupa yfir reit, er þau fóru úr borði, eigi urðu þau heldur að drottningu eða aðalmanni jafnskjótt og þau voru komin upp, en urðu í þrem hlaupum — svo nefndum “gleðihlaupum” — að komast aptur á sinn upprunalega reit og þá fyrst umbreyttust þau; það mátti ekki drepa þau meðan þau stóðu á yztu reita- röðinni, en hins vegar mátti gjöra það, er þau voru á “gleðihlaupunum”; hrókun tíðkaðist ekki heldur. Nú eru þessar reglur vist komnar úr gengi. Sá göfugasti gestur, er gist hefur Ströbeck, er kjörfurstinn mikli Friorik Vilhjálmur (1640—1688); tefidi hann þar nokkrar skákir, en eigi getur sagan þess, hvort hann hafi unnið þær eða tapað þeim — líklega af kurteisi, en fundizt mun honum hafa til þorpsbúa, þvi að hann sendi þeim siðan prýðilegt skákborð og snilldarlega útskoma skálcmenn, er greypt var í

x

Í uppnámi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.