Heimir - 01.09.1908, Page 6

Heimir - 01.09.1908, Page 6
54 HEIMIR uBrahmo==Somaj.” Ræíla eftir Prof. G. Subba Rau frá Calicut á Indlandi, flutt á f'ingi Unitara og annara frjálstrúarmanna i Boston í Sept. 1907. ——-v---^S"*—-------- ÞAÐ er siður nú á dögum að lofa hið raungæfa en gera lítið úr hinu hugsjálega. Vér lifum í raungæfum heimi en vér lifuni fyrir hugsjónir og hugsjálegan heim. H>ð raungæfa kemur og hverfur, en hið hugsjálega varir. Kristni heimurinn t. d. ætti aldrei að sleppa hugsjóninni um guðsríki á jörðu, þó að sú hugsjón verði ekki að virkileik hvorki á tíu árum né tíu öldum. Hugsjónirnar þroskast hjá oss. Þær eru vafalaust fullkomnar í meðvitund guðs, en hjá oss mönnunum renna þær upp sem dagurinn og þroskast, þær komast betur og betur inní meðvitund mannanna og koma í ljós í lífi þeirra. Vér getum ekki skapað hugsjónir, en vér getum tileinkað oss þær; vér getum ekki fundið þær upp alt í einu. En fyrst þessu er nú þannig varið, hvað get eg þá sagt ykkur um Brahmo-Somaj? Mundi yður undra mjög mikið á því, þó eg hefði ekkert nýtt eða áður óheyrt að flytja yður, sem felst í hugsjónum þess. Brahmo-Somaj er tiltölulega ungt íélag. Nafnið þýðir: „Félag guðsdýrkenda", eða blátt áfram, „Guðstrúar-félagið'. Það má segja að það hafi verið til síðan árið 1830, er stofnandi þess, hinn mikli Raja Ram Mochan Roy vígði hið fyrsta must- eri þess í Calcutta. Það er þessvegna nútíðar hreyfing en hug- sjónirnar, sem það hefir leitast við að benda mönnum á, og hvetja þá til að fylgja, eru mjög gamlar. Þær finnast í forn- bókmentum vorum, og eg vil segja að þeir finnist í öllum trúar- ritum heimsins. Tilgangur félags vorsersá, að vinna að því að hugsjónir þessar verði smám saman að virkileik í lífi fólksins á Indlandi. Ef eg á að gefa yður í fáum orðum hugmynd um, hverjar hugsjónir þess séu, verður það máske á engan annan hátt beturgert en með því að nefna þessi fjögur orð: ljós, frelsi, trygð, kærleikur. Ljós— Eg hefi lesið um þýzka spekinginn Goethe að þegar hann dó hafi hann hrópað: „Ljós, meira ljós!" Vér Austur-

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.