Heimir - 01.09.1908, Blaðsíða 11

Heimir - 01.09.1908, Blaðsíða 11
H E I M I R 59 vorum. Eg hefi veriö langoröur, en leyfiö mér að segja yður aö eg er bjartsýnismaður. Þrátt fyrir alla erviðleika og vand- ræöi, sem framundan eru, er eg altaf hughraustur. Þaö getur vel veriö aö þaö sé heimskulegt bjartsýni, en það er bjartsýni, sem eg held dauðahaldi í. Og mér þykir gaman aö dreyma; og einn af draumum mínum, er að land feöra minna. Indland, megi áður en langt um líöur eignast viröulegt sæti á meðal þjóða heimsins, og aö landsmenn mínir, lausirvið ranglæti kúg- unarinnar og fyrirlitning hins hrokafulla manns, geti lifaö sam- an í friöi og bróðerni, aö hjá þeim veröi ljósiö, sem er lögmál kærleikans, bjartara og bjartara, og sýni betur og betur með degi hverjum ímynd guös á ásjónum þeirra. þýtt af G. A. s Undanfarandi ræöa, senr er eftir eir.n af leiötogum Brahmo- Somaj á Indlandi, er þýdd í þeim tilgangi að gefa lesendum „Heimis" hugmynd um þessa ágætu hreyfingu, sem nú um mörg ár hefir staöið í mjög vingjarnlegu sambandi við Unítara hreyfinguna hér í Améríku. Þrátt fyrir alla fjarlægöina, og þrátt fyrir ólíka hætti og ólíka sögu hafa þessar tvær hreyfingar stefnt í svo líka átt aö báöar viöurkenna skyldleikann og eru nú aö leitast viö að kynnast hver annari sem bezt aö auöið er. þýÖ.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.