Heimir - 01.09.1908, Page 12

Heimir - 01.09.1908, Page 12
6o H E I M I R L i s p e t h . Saga eftir Rudyard Kipling. Hún var dóttir Sonoo, íjallabúa úr Himalaya fjöllunum, og Jadeh konu hans. Eitt áriö brást mais-uppskeran þeirra og tveir birnir komu eina nóttina og eyöilögöu valmúga-akurinn þeirra, rétt fyrir ofan Sutleg dalinn, Kotgarh megin. Svo næsta ár snerust þau til kristinnar trúar og komu meö barnið sitt til trúboðans, til aö láta skíra það. Kotgarh presturinn skíröi barniö Elisabeth, en Lispeth er fjalla eöa „pahari" framburöur. Seinna kom kóleran í Kotgarh-dalinn, og þá dóu þau bæöi, Sonoo og jadeh, og Lispeth varö aö hálfu leyti undirtylla og aö hálfu leyti stallsystir prestskonunnar í Kotgarh. Þetta var eftir aö Moravian trúboöarnir stjórnuöu staðnum, en áöur en Kotgarh haföi alveg gleymt nafnbótinni: „Noröur- hæöa drotningin." Hvort kristindómurinn bætti Lispeth, eöa hvort guöir henn- ar eigin þjóöar rnundu hafa gjört eins mikiö fyrir hana, undir öllum kringumstæöum, veit eg ekki, en hún varö mjcg fögur. Þegar fjallastúlka er falleg þá er þaö vel þess virði aö feröast fimmtíu mílur, yfir vegleysur til aö sjá hana. Lispeth hafði grískt andlit, eitt af þessum andlitum sem menn mála svo oft, en sjá svo sjaldan. Hún var föl á hörundslit, eins og fílabein, og ákaflega há- vaxin í samanburöi viö sitt fólk. og hefði hún ekki verið klædd í andstyggilegu léreftisfötin, sem fluttust meö kristniboöinu, þá mundir þú, ef þú heföir mætt henni að óvörum þar á hæðunum, hafa haldið aö hún væri hin upprunalega Díana Rómverja á vígaferð. Lispeth tók fljótt viö kristninni og yfirgaf hana ekki þegar hún óx upp, eins og margar fjallastúlkur gjöröu. Fólkiö henn- ar hataöi hana, vegna þess að hún hafði— eins og þaö komst aö oröi -oröiö hvít kona og þvoði sér daglega; og prestskonan vissi ekki hvaö hún átti að gjöra viö hana. —Maður getur ekki beðiö

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.