Heimir - 01.09.1908, Qupperneq 18

Heimir - 01.09.1908, Qupperneq 18
66 HEIMIR Nokkrir fornmenn. GUTTORMUR SIGURÐSSON Snemma á þessu sumri andaðist á heimili sínu, vestur í Foam Lake byggð íslendinga í Saskatchewan, bænda-öldungur- inn Guttormur Sigurðsson. Hann var Austfirðingur, og átti kyn sitt að rekja til hinna fjölmennustu og bestu ætta austanlands. Foreldrar hans voiu þau Sigurður Pá/sson, á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal, og þor- björgJónsdóttir Veíara úr Mosfellssveit syðra. Systkyni Þor- bjargar voru möig og komust þessi til aldurs: Hnlldóra, gift Guttormi stiíd. Vigfússyni á Arneiðarstöðum; þóra, gift síra Einari Hjörleifssyni á Vallanesi (amma Einars ritstj. Hjörleifs- sonar); Margrét, gift Svcini í Vestdal við Seyðisfjörð; Halla, gift Jóni Jónssyni á Skjöldólfsstööum á jökuldal; SnjófríSur, gift Birni Hanncssyni á Brúnahvammi í Vopnafirði; síra Pétur á Valþjófsstað; síra Jón á Klippstað í Loðmundarfirði; Einar bóndi á Skeggjastöðum íFellum; þorsteinn bóndi í Brekkugerði í Fljótsdal. Guttormur er fæddur 24 Febr. 1837, að Geitagerði í Fljóts- dal í N. Múlasýslu, samhljóða prestsþjónustubók Valþjófsstaðar prestakalls. I landnámssöguþætti Dakota-íslendinga, í alma- naki Ó. Þorgeirssonar, er hann sagður ættaður af Langanesi, og er það eitt af mörgum mishermum í þeim þætti, og ætti sú saga að vera rituð á ný, ef menn vilja geyma sanna sögu þess bygð- arlags. Guttormur ólst til fulltíða aldurs hjá foreldrum sínum, unz hann kvongaðist eftirlifandi ekkju sinni, Ólöfu Sölvadóttir, EinarsönarJónssonar, en móðir Ólafar var þorbjörg Jónsdóttir, þorstcinssonar frá Melum í Fljótsdal. Það var þann 7. Okt. 1860, og reistu þau bú, fyrst að Hrappsgerðien svo að Fossvöll- um í Jökulsárhlíð, en árið 1878 fiuttust þau að Galtastöðum í Hróarstungu og voru þar unz þau fluttust ’ningað vestur sumarið 1883.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.