Heimir - 01.09.1909, Page 15

Heimir - 01.09.1909, Page 15
náttúrlegrar og yfirveraldlegrar opinberunar, heldur veiði gegn- sýrt af anda sannleikans og kærleikans. Þessi trú lætur ekki bindast af vfirnáttúrlegum kenningum, heldur gefur sjálfa sig tafarlaust og algerlega á guðs vald samkvæmt því sem samvizka og skynsemi bjóöa. Þetta er ‘ frelsi guðs barna.’ Aðalhlut- verk mótmælendafélagsins er að gróðursetja frjálsar trúarskoð- anir í kyrkju lands vors, og þessi uppspretta endurnýjandi kraftar mun enn lyfta mótmælendatrúnni uppá við til fullkom- nari framkvæmdar megin sanninda sinna.” Þó að mótmælendafélagið sé engin óháð hreyfing utan þýzku þjóðkyrkjunnar hefir það samt afkastað miklu verki í þarfir hinnar frjálsu trúarstefnu. Það hefir starfaö aö því að útbreiöa á meðal almennings margar af skoðunum sem á síðari árum hafa meira og meira grafið um sig við háskólana og á meðal manna með vísindalegri mentun. En einmitt á því er mjög mikil þörf á þýzkalandi vegna þess hve þröngsýn ogaftur- haldssöm þjóðkyrkjan í lieild sinni er. Efalaust á félag þetta eftir að afkasta miklu starfi í sömu átt. Þekkingin Undirstaða Skoðananna Þegar að einhver lætur í ljósi álit sitt á einhverju, sem hann hefir ekki þekkingu á, þykir flestum bezt viö eiga að leggja ekki mikið uppúr því sem hann segir ; og þegar einhver kveður upp dóm yfir mönnum eða málefnum án þess að vera öllum málavöxtum nógu kunnugur til að geta kveðið upp skyn- samlegan og réttan dóm er dómur hans kallaður sleggjudómur, og enginn viðurkennir aö hann hafi nokkurt verulegt gildi, eða aö óhætt sé að reiða sig á hann. Þaö er alstaðar viðurkent að til þess að geta látið í ljósi skoðun á einhverju, er sé meira en ómerkt hjal, þurfi maöuj að hafa kynt sér eftir fremsta megni það sem skoðuninn er um. Hugmyndir um hvað sem er, sem ekki byggjast á þekkingu hafa nú tímum mjög lítiö gildi. Ná- kvæm þekking og skilningur er alstaðar viðurkend að vera

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.