Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 12

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 12
HEIMIR Þá var lesiö upp eftirfylgjandi tilboö frá hlutafélagi því, er hefir gefið út tímaritið Heimir : "Hluthafar blaðsins bjóða hér með hinu íslenzka unitariska kyrkjufélagi blaðið Heiniir til 'eignar og umráSa móti því aB kyrkjufélagið skuldbindi sig til að borga hluthöfum þá hluti, er þeir eiga í blaðinu og kunna að krefjast borgunar á." Að endingu skýrði útbreiðslu stjóri Pétur Bjarnason frá útbreiðslu starfinu á þessu ári og árangri þess. A fundi er haldinn varsíðar af framkvæmdarnefndinni voru þessir menn kosnir í útgáfunefnd : Hannes Pétursson, Gunnar Goodman, Rögnvaldur Pétursson, Guðmundur Árnason, Gísli Jónsson, Friðrik Sveinsson. SANNFÆRING OG FYLGI Sannleikurinn, í hvaða málum sem er, er aðallega skoöaður frá tveimur sjónarmiöum. Annáð þessara sjónarmiða er sjón- armiö þeirra, sem skoða sjálfa sig kjörna til þess aB varðveita sannleikann. Þeir skoBa það eitt sannleik, sem mennirnir hafa trúað og haldiB að væri rétt á undan þeim, þeir* styðjast við gamlar heimildir og segja, að það sem einu sinni hafi verið álitiB satt og rétt verði altaf að álítast satt og rétt. Hitt sjón- armiðiB er sjónarmið þeirra, sem vilja leita sannleikans. Þeir skoða þekkingu mansins sem sannleika ef hún aðeins byggist á réttri rannsókn og hugsun, án tillits til þess hvort hún er sam- rýmanleg við þaB, sem mennírnir hafa trúað á liBnum öldum. Fyrir þá er þroski mannsandans næg sönnúm fyrir því, að meiri og stærri sannleikur hafi ávalt komiB í Ijós er lengra var leitað og dýpra rannsakað. Þetta síðara sjónarmið er í fullu sam- <-æmi við þá björtu og heillaríku lífsskoðun að mönnunum fari fram en ekki aftur ; hin fyrri aftur á móti er yfirl)'sing þeirrar ömurlegu skoBunar, að mennirnir hafi einhvern tíma komist á eitthvert stig, sem þeir um aldur og æfi verði að standa á,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.