Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 27

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 27
H E I M I R 23 hefðarfrú, ef þú ekki skeytir neitt um trygð og samvizku—og að vera alla daga blekt og minna metin en hver eldabuskan. Þú ættir að skammast þín ! ” ‘ ‘ Maríanna ! ” “Mig hryllir við þér ! Eg get ekki frá því sagt hvaða við- bjóð ég hefi á þér ræfillinn þinn !-- “ Lofaðu rnér að tala ! ” ‘'Getur sagt hvað sem þú vilt, ég trúi þér ekki lengur. Getur borið þig eins mannalega og þú vilt—þegar þú vilt sætt- ast.—Mér líður dagurinn aldrei úr minni. Hann getur svikið, hann getur. Strax í tilhugalífinu, á meðan ástin er vanalega heitust hefir hann reynst þér ótrúr. Hefir veriö barin þangað til hann var hálfdauður, og allur bærinn veit það.- Næsta sinn færi hann varlegar að og þá hefði rn.aður æföann bófa í húsinu, sem maður þyrfti altaf að vera á veröi yfir. ” “Maríanna ! ” Hann reyndi að stökkva fram úr rúminu, en það brakaði í brotnu beinunum. Hann beit saman tönnun- um, og á enni hans stóðu stórir svitadropar. Hún horfði þeyjandi á hann eitt augnablik. Hann sagði ineð hásum rómi : “Og þó mér hafi yfirsézt ! Hvað þú getur verið harðbrjósta ! Nú þegar ég er svo aumur og yfirgefinn.” Hún gekk hratt aftur og fram um herbergið. Henni fanst hún verða að hljóða upp af sáraukanum, sem hennar eigin orð skildu eftir.—Og þegar hún staðnæmdist í horninu, sem var fjærst rúminu, , snéri hún sér til hans og sagði róleg : “Ef þú ert saklaus hvernig gekk það þá til.? ” Hann kreisti ábreiðunna með hendinni og sagði : “Ham- ingjan góða, hvernig gekk það til ? Yfirkennarinn hélt afmælis- veizlu og á heimleiðinni um nóttina langaöi mig til að glettast við einhvern. Þegar ég svo kom að Grillbaumers húsinu datt mér í hug, þarna inni sefur stúlka, sem mætti gera bilt við, og ég klappaði á gluggan.” “ En að þú skyldir þekkja gluggann svo vel.! (.Niður/ag í nœsta blað'í)

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.