Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 3

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 3
HEIMIR 147 ef brennir ei gæfunnar fjanda— sóttkveikjuefnið í anda. En hvað sem þér auönast og hvert sem þig ber, sé hvervetna sólskin og hlýja meö þér, því kuldinn er fullnógur eins og hann er. Með yl skaltu honum mæta, og blíöka lífiö og bæta. Kr. Stefánsson ÞJÓÐERNISVERNDUN Um fátt hefir veriö meira rætt og ritaö á meöal vor Vestur- íslendinga en viðhald þjóöernis vors hér í landi. I raun og veru er þaö að bera í bakkafullan lækinn að bæta nokkru viö þaö. En þar sem málefniö er svo afar þýöingarmikiö í sjálfu sér, ætti þaö að vera íhugað oft og rækilega. Yfirleitt virðast menn vera samdóma um að æskilegt sé að vér Vestur-íslendingar verndum þjóðerni vort í lengstu lög. Þó eru nokkrir til, og á meðal þeirra skýrir og hugsahdi menn, sern halda fram að heppilegast væri aö vér rynnum sem allra fyrst saman í eina heild með öðrum þjóðum,sem hér búa, inynd- uðum með þeim eina Kanadiska þjóð. Hvað hafa nú þessar tvær hliðar til síns máls ? Þeir sem halda fastast fram að vér eigum að vernda þjóð- ernið af öllum kröftum hafa oft notað orðið pjódértti í of óá- kveöinni merkingu. Það hefir verið gert að því sem Þjóðverjar nefna Sc/ilagivort, nefnilega orði, sem menn viðhafa yfirleitt og finst mikið til koma, en sem, þegar það er brotið til mergjar, hefir mjög litla ákveðna meiningu að geyma. Þjóðerni er vanalega álitið að vera alt það sem einkennir einhverja þjóð og gerir hana að sérstakri heild, þegar hún er borin saman við aðrar þjóðir. I fyrsta lagi er það málið og

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.