Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 17
H E I M I R
161
stundum gera, að hinar dökku hliðar guðfræöinnar, sein orsökuðu
mótmæli og aðskilnað Unítara frá kristnu kyrkjunni fyrir rúm-
um níutíu árum, sé horfnar svo aö ýngra fólkið í evangelisku
kyrkjunum þekki þær ekki lengur. Sumir jafnvel ganga svo
langt að segja að þeir hafi aldrei heyrt ræðu um persónulegan
djöful og helvíti. Samt sem áður er ekki ár síðan að vel þekt
orþódoxt hlað fiutti grein eftir vel metinn gamlan samverkamann,
þar sem haldið var fram í orðum, sem ómögulegt var að mis-
skilja, trú hans á persónulegan djöful; og þar með fylgdi sú
staðhæfing, að neitun tilveru hans væri að rengja sannsögli
guðspjalla höfundanna. Þrátt fyrir þetta er enginn vafi á að
mikil breyting hefir átt sér stað, og að hún nær til leiðtoganna
í öllum kristnum trúfélögum.
Á síðastliðnum fimm árum höfum vér tekið eftir undarlegum
hlutum. I hálfa öld hafa Únítarar vitað að gagnrýnin. sem
hefir raskað trúnni á kraftaverk gamlatestam. hlyti einhvern
tíma að ná til þess nýja. Fyrir fimm árum höfðu margir rétt-
trúaöir guðfræðingar viðtekið breytingar á sögum gamla testam.
viövíkjandi sköpun heimsins, syndaflóðinu, kyrstöðu sólarinnar
á braut sinni, flugi Elía og Jónasi og hvalnum. Þeir voru
reiðubúnir að játa að þetta væri ekki sögulegar frásagnir samkvæmt
nútíðar skilningi, en sagnir sagðar af mönnum í þá daga í þeim
tilgangi að flytja kenningu, að færa mönnum heiin siðferðislega
umvöndun, eða þá til að mikla veg og gengi hebresku þjóðar-
innar. Smám sainan var breytingin viðtekin með þeirri skoðun,
þó oft mótmælt, að þetta snerti á engan hátt grundvöll kristin-
dómsins. Einn auðsær sannleikur gleymdist opt. Ef sagan
um fall mannsins í garðinum Eden var goðsögn, eöa líking, þá
var aðal grundvöllur friðþægingarkenningarinnar tekinn í burtu.
Þeir sem að héldu frarn áreiðanleik hinna görnlu sagna-
höfunda sáu þetta, og bygðu á því röksemdafærslu gegn
breyttum skoöunum á gamla testam. sem safni af sögulegum
riturn.
Þeir sem fylgdust með nútíðar rannsókn og gagnrýni sáu
fullvel að samskonar brevtingar og þær, sem eyddu trúnni á
kraftaverk gamla testam. mundu einhvern tíma raska þeirri trú