Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 16

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 16
i6o HEIMIR En svo eru líka til á vorum döguin og vor á meöal dýröling- ar í þeim rétta skilningi er eiga köllun og eftir fremsta megni reyna aö uppfylla hana. Vér leytum forgefins ef vér ætlum aö reyna aö finna þá alla meöal þeirra er á opinberum stööum standa, það er minstur hluti þeirra þar. Þeir eiga flestir verka hring þar sern fáir sjá til þeirra og þeir vinna verk sín af hendi með velvilja og trúmensku. Nöfnum þeirra allra getur enginn safnað en komandi tíö getur bent á aö þeir hafi veriö til. Því hversu sem á yfirborði þjóöfélagsins ýinislegt virtist ætla aö fara aflaga hélt þó þjóðin horfi og allt fór vel. En þaö var vegna þess aö þar var margur er átti köllun og vann sitt hlutverk. Það aö eiga köllun og rækja hana vdl er þaö göfugasta sem til er og þaö einkennilegasta aö það styrkir menn viö öll önnur störf og gefur þeim enn varanlegra gildi. Og meö minningu allra hinna heilögu mannanna sona, minnumst þess, aö helgi dómurinn felst í engu ööru en því aö vilja sér til framtíöarlífs þaö háleitasta er hugur manns fær gripiö og lifa því og framfylgja sem drengilegast að maöurinn má. Og aö muna eftir því þegar þaö val er gjört aö líf hvers um sig er ekki eingöngu fyrir lrann einan heldur fyrir samfélagiö í heild, svo aö árangurinn veröi til sem almennastrar blessunar. Og mig langar til aö bæta því við hér, er eg hefi áöur sagt á öörum staö, aö það er ekkert eins ljúft, ekkert eins hátíölegt, einsog að lifa sig inn í minningu þess eöa þeirra er sjálfir hafa lifað vel og verið því til lífs er þeir álitu göfugt og guödómlega satt. Þeir veröa leiöar ljósin, þeir sem vísa veginn, þeir sem ferja yfir fljót dauöans, og þeir sem helga bygöir. R.P. BREYTING EF EKKl FRAMFOR þýtt úr “ The Christían Register" Eitt af hinum gleöilegu einkennum tímanna er aö finna í staðhæfingum þeim, sem evangelískir guöfræöingar og ritstjórar

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.