Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 12

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 12
156 H E I M I R Þá vantar anda, kærleika, þýðlvndi, réttsýni og stööuglyndi til þess. Þeir eru enn ekki aörir menn en þeir voru, vilja líf þeirra er ekki vaknaö til mnskifta. I orþódoxum félagsskap hrópa menn amen og hallelúja þegar oröiö kristindómur er nefnt á nafn en gjöra þó gaman aö ölluin þeim setningum í daglegu líh er kristnin setur. I frjálstrúar hóp þegar oröiö skynsemi, réttsýni, æra, er nefnt’á. nafn hrópa allir “rétt,! rétt.!” En hve margir hafa goldið gjaldiö, hreinsaö hugann af römustu hjátrú og hleypidómum? Er það ekki eins og hungruð- um manni sé gefin matur, ef einhver fær grafiö upp einhvern hleypidóm er auökendi barbariskn fornaldarinnar og og skræl- ingja tímabilið, vitranir, lækningar með handa álagningu, sam- stefning í jarðhúsum, láta anda tala niörí sér, og er ekki ýmsum er þykir þetta hunangssætt ? Aöeins þaö sé ekki eftir öllum nótum biblíunnar og kyrkjunnar heitir þetta frjálslyndi, skvn- semi, rannsókn og vísindi. Nei, gjald er ógoldiö, viljanum er ekki stefnt í þá átt aö færa skynsemina inn í hiö daglega líf.gjöra greinarmun á því sern er fásinna, hvert þaö er nýtt eöa gamalt, og hvaö sé skynsemi, aö fornu og nýju. Þaö sem eg dáist mest aö meöal dýrölinga hinnar katólsku kyikju frá fornri tíö,er þaö hve fast og áreiðanlega og samvizku- samlega þeir guldti gjaldiö, þegar þeir sögöu já viö kalli sinnar trúar og tíöar, til fullkomnara lífs. Þaö já þýddi já um alla æfi eftir þaö! Menn gengu úr veizlu salnum, úr bardaganum, jafn- vel úr hásætinu, tóku sér staf í hönd of fararklæöi. Eftir þaö fylgdu þeir fram því sem köllunin heimtaði af þeim, fóru kenn- andi, hjúkrandi og hughreystandi út á meöal allra þjóöa. Þeir settust aö á hinuin ömurlegustu stööum, innanuin skógana, út meö vötnum, upp meö fjölluin, þar sem niannshöndin haföi ekkert gert áöur, þar setn engin rödd haföi talaö til hinna fá- vísu mannlegu innbyggjenda, í sorg og gleöi, um alvarleik, rétt- læti og kærleika lífsins, opnuöu fyrir sálum þeirra nýjan heim um leiö og þeir umsköpuöu eyðimörkina í kringum sig í nýja jörö. Og utan um þessi setur þeirra risu upp bæir, borgir meö iðnaöi og mentun.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.