Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 23

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 23
HEIMIR 167 þaö kemur ekki þessari sögu viö.) Duntnaya kaus sér helst að klæöast í svart og gult og leit vel út. En á meöan lá brcfið í skrifborði Ágriesar, og aftur og aftur hugsaði hún um veslings viljafasta og óþreytandi Phil á meðal eiturslanganna og tígranna í Darjiling, vinnandi í þeirri órætan- legu von að hún gæti komið til hans aftur. Maðurinn hennar var tíu sinnum betri en Phil, nema hann var hjartveikur. Þremur árum eftir að þau giftust—og eftir að hann hafði reynt Nice og Algier sér til heilsubótar—fór hann til Bombay, dó þar og losaði Agnesi við öll bönd. Þar sem að hún var guöhrædd kona leit hún á dauöa hans og staðinn, sem hann skeði á sem bein afskifti forsjónarinnar, og þegar hún var búin að ná sér aftur eftir sorgaratburöinn tók hún bréfið frá Phii með o.s. frv. o.s. frv. og stóru strykunum og litlu strykunum og marglas þaö og kysti það hvað eftir.annað. Enginn þekti hana í Bombay; hún hafði tekjurnar mannsins síns, sem voru miklar, og Phil var ekki langt í burtu. Það var náttúrlega rangt og ílla sam- andi, en hún afréð, eins og kvenhetjurnar í skáldsögunum, aö finna gamla elskhuga sinn og bjóða honum hönd sína og gull, og eyða því sem eftir væri æfinnar með honum einhverstaðar langt í burtu frá samhygðarlausum sálum. Hún sat tvo mán- uði alein í Watsons hótelinu og hugsaði um fyrirætlun sína; og myndin var falleg. Svo lagði hún af stað að leita að Phil Garron, aðstoðumanni á teekru með nafni, sem lítt rnögulegt var að bera fram. Hún fann hann. Hún var mánuð að því, því staðurinn, sem hann vann á, var alls ekki í Darjiling héraðinu, heldur nálægt Kangara. Phil var mjög lítið breyttur, og Dunmaya var mjög alúöleg viö hana. Það versta og smánarlegasta af öllu í sambandi viö þetta er, að Phil. sem í raun og veru er einskis virði, var og er elsk- aöur af Dunmaya og meir en elskaður af Agnesi, sem hann virðist hafa gert óhamingjusama alla sína æfi. En verra en alt annað er, að Dunmaya er að gera hann að almennilegum manni; og að hann á endanum frelsast frá glötun fyrir hennar tilsögn og umhyggju. Sem er augsýnilega rangt.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.