Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 11

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 11
HEIMIR 155 í sjálfu sér er allt lítiS og ófullkomiö, allt tilheyrandi mann- heimi, mannsæfin sjálf stutt, mannlegur kraftur og mannleg barátta, ef vér viljum skoöa þaö svo, en þaö ersamt þaö stærsta er vér getum tekiö þátt í, og eg veit ekki hvert þaö eykur nokkuð vor andlegu heilbrigöi að skoða þaö sem smæst. A8 minsta kosti sá er finnur til köllunar skoöar ekkert of smátt til þess að eiga þátt í því, ekkert er leiðir til fullkomnari skilnings og réttlátara lífs. Og eftir því sem fiestir gjöra sér hugmynd um guö, þá lætur hann sér jafn ant urn þaö sem er smátt einsog þaö sem er stórt—hefir mest viS þaS smáa a8 sýsla, því öll tilveran, í þúsundföldum skilningi, frá frumögn sólkerfanna upp til mannsins, er smá, talin sem einstaklingur, en stór aöeins í einum skilningi, tekin sem ein heild. Finna sjálfan sig sjóran en allt anna8 smátt, er ekki a8 finna köllun til æ8ra lífs, tn miklu frekar felst þa8 í hugsunar- hætti Péturs, "Herra far frá mér, því eg er maður syndugur." ÞaS er meSkenning sönn og hlý, um óverðleika og vanmátt aS taka viS þeirri ábyrg8,þeirri baráttu og því stn'Si er fylgja hlýtur því a8 lifa sig til æ8ra og fullkomnara lífs. Sú köllun krefst mikils, stundum gagngjörSrar hugarbreytingar. Og játning Péturs er líka me8kenning aS hugsanir og tilhneigingar sé ekki einsog þær ætti aS vera, þa8 er skörp meSvitunS um þaS, sú meSvitund er oftar þyrfti aS snerta menn en gjörir, þaS væri þá ekki fari8 eins rasandi a8 mörgu ráSi, og góS og göfug málefni ónýtt og sett í tortryggS og fyrirlitningu einsog oft vill henda, ef svo væri; þaS er meSvitund um þaS aS til þess a8 rísa yfir sitt fyrra ástand þurfi menn líka a8 greiSa, gjaldi8, sinnaskiftin, og og þa8 er gjaldiS er svo fjölda margir vilja komast hjá aS greiSa. Þeir kannske játa, en í alvöruleysi þó, a8 þeir séu menn syndugir, og svo brjótast þeir fram og ætla aS fara aS Ieggja hönd á verkiS sem köllunin til betra lífs heimtar, án þess að láta af synd, án þess að skifta um hugarfar, og þeir halda a8 þeir geti gjört verkið. Ómögulegt, þeir eru kallaðir en alls ekki kjörnir til þess. Umbóta tilraunirnar verða annaðhvort að grimmum og hjartalausum puritanismus eSa léttúöarfullri hræsni.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.