Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 2

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 2
170 HEIMIR og hans miskunn stærri, stærri stærstu hugmynd sjáandans. Væri ást vor eins og bæri, orbi guös ef fylgdum beint : dygöarstund hver dagur væri, drottni helguö bezt og leynt. Matíh. foch umssou Upphaf og þroskun únítaratrúarinnar í kristnu kyrkjunni Upphaf kristninnar, eins og upphaf allra stórra hreyfinga í heiminum, er á margan hátt óljóst og huliö í þoku. Jesús frá Nazaret finnur köllun hjá sér til aökenna, eftir aö hann er búinn aö kynnast Jóhannesi skírara og hans starfi. Hann safnar aö sér fylgjendum, sem halda áfram aö boöa kenningar hans eftir að hann er fallin frá. Þessir fylgjendur eru rétttrúaöir Gyöing- ar, sem sjá í honuin uppfyllingu vonar, sem lengi var búin að eiga sér stað hjá þjóöinni, messíasarvonarinnar. Þessir menn gátu aldrei haft nein áhrif á hugi manna utan sinnar eigin þjóöar. Meö þeim heföi lireyfing Jesú smá dáið út og aldrei þekst utan Gyöingalands. En þá kemur nýr maöur til sögunnar, Páll frá Tarsus. Hann flytur kristindóminn út í heiminn, út á meöal grískumæl- andi manna, sem vissu ekkert um hvaö var aö gerast á ineöal Gyðinganna. Þar sem hann ekki þekkir Jesúin persónulega og kemur meö sérstakar tilhneigingar og sérstaka þekkingu inn á hiö nýja starfsvið sitt, veröur kristindómur hans eölilega mjög frábrugðinn kenningum Jesú sjálfs. Hvaö er það þá sem einkennir Pál og hans kristindóm ? í fyrsta lagi var hann læröur Gyöingur. Af því leiddi að hann haföi allmikið af þeirri smámunalegu nákvæmni, sem einkendi

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.