Heimir - 01.04.1910, Page 5

Heimir - 01.04.1910, Page 5
H E I M I R 173 voru undir áhrifum vissra grískra heimspekiskenninga, höföu. A þessu tímabili reis upp gnostíka-hreyfingin, sem um tíma varö hættulegur keppinautur kristindórnsins. Prófessor Harnack kallar hreyfingu þessa ákaflega grískkendan kristindóm (akute Hellenezierung des Christentums.) Gnostíkarnir reyndu aö sameina kristindóminn og grísku heimspekina í skoðanakerfum, sem einatt voru full af staðlausum getgátum og öfgum. A móti þessu böröust leiötogarkristninnar,en um leiö uröu þeir að ákveöa sínar eigin kenningar betur. Auk þess áttu ofsóknirnar þátt í því aö kenningarnar uröu ákveðnari. Mörg varnarrit voru samin, og geröu höfundar þeirra sér far um aö útskýra stefnu sína og innihald hinnar nýju trúar. l'yrir og um áriö 200 fara ávextirnir af innbyrðis þroska kenninga og stofnana kyrkjunnaraö koma í ljós. Tertúllían, f. 150-60 er einn hinna fyrstu kristinna rithöfunda, sem heldur fram þrenningarkenningunni, þó fylgdi hann upphafniugarkcnn- ingunni viðvíkjandi et51i Krists. Utn 170 var stofnaöur kristinn skóli í Alexandríu á Egyptalandi og var maöur fyrir honum fyrst á þriöju öld sem Klemenz hét. Skoöanir hans voru aö ýmsu leyti ekki ólíkar skoöunum gnostíka. Hann hélt fram aö orðið' heföi birst í mörgum mönnutn, en að þaö héföi náö sínum hæsta þroska í Jesú. Origenes, f. um 180 ritaöi margar bækur guöfræöislegs efnis. Hann hélt fram aö ordið heföi birst í grísku spekingunum ekki síöur en Jesú, aö sonurinn heföi altaf veriö fööurnum undirgefinn og annars eölis en hann. Hann var síöar dæmdur villitrúarmaður af kyrkjunni. Þessir og margir fleiri kristnir rithöfundar, sem uppi voru samtírnis þeim lögöu mesta áherzlu á aö útskýra eðli Ivrists og samband hans viö guö. Kenningin um heilagan anda smá þroskaöist, aö því er virðist, þó mjög lítiö beri á henni, þar til farið var að skoöa andann sem sérstaka persónu. Upprunalega haföi hann aöeins veriö skoöaöur sem guölegur kraftur eöa ahrif. Þeir sem aö fylgdu uppliafningarkcnningunni voru flestir í Litlu-Asíu og þaöan barst hún til Róin. Þeódótus hélt þessari kenningu fram þar um 190. Hann sagöi aö Kristur heföi aöeins

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.