Heimir - 01.04.1910, Side 10

Heimir - 01.04.1910, Side 10
i78 HEIMIR Færeyingar eru af hreinu og ómenguðu kyni. Hvert mannsbarn meö hreint og ómengaö blóö í æöum hefir tilfinningu og samúö meö þeim. Þeir eru aö fólksfjölda til álíka og íbúar Aöalgötu og Borgargötu til samans. Beriö nú saman þessar tvær fólks- tegundir ! Lítiö á ves.alings Danmörku á heimsuppdrættinum ! Maöur kemur nauinlega auga á liana. Altaf hefir hún veriö aö tapa. Loksins er hún oröin svo vön viö aö tapa, aö hún er nú sjálf farin aö reyna aö selja þaö sem enginn veröur til aö taka frá henni. Stórveldin köllutn vér ránfugla. Bara vér heföum meira af ránfuglseðlinu í oss! Veldi þaö sem aldrei stækkar er mjög svo hætt viö aö fari minkandi, unz þaö hverfur úr sögunni meö öllu. Danska ljóniö er næstum því dýrasafnsljón. Þaö hafa heldur aldrei veriö önnur Ijón í Danmörku. I íslenzka fálkanum er blóöiö viltara. Og nú sem stendur þurfum vér á ólmleikanum aö halda, þaö er aö segja, áræöi og atorkusemi. Vér þörfnumst þessmeira en hinnar svonefndu blessunarríku upp- fræöslu. Einnig á Islandi láta margir oft hugfallast. Sumir af Islands beztu mönnum, svo sem landsins ágætasta skáld, Matt- hías Jochumsson, þýöari Shakespears, hefir í bréfi til mín sagt: “Hvað stoðar þetta alt sarnan ! Vér erum of smáir og fáir!” Einnig á hinu andlega starfsviöi veröur maöur var viö þennan hugrekkisskort. Nokkrir hinna fremstu manna þjóöarinnar, svo sem Hannes Hafsteinn, leggjast alt of snemma til væröar vegna uppörfunarskorts. Þaö sem því miöur stendur íslendingum mest fyrir þrifum, er þaö, aö tilheyra svo litlu og framkvæmdasmáu ríki. En ef aö þér nú viljiö gera Danmörku vinveitta íslandi, þá skulum vér taka þaö aö oss, að gera Island vinveitt Danmörku. Og þá fáiö þér símrita samband viö Evrópu ogDanmörku, sem þér svo mjög þarfnist. Smábæir yöar liggja þá ekki lengur inniluktir í myrkri allan hinn langa vetrartíma. Vér munum umbreyta hinum voldugu fossum yöar í rafmagnsljós og hreyfiafl, Þar að auki er Island ekki nægilega kannaö ennþá. Ef aö eyjan heföi veriö ensk hjálenda, hver veit þá hve margar aröberandi námur

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.