Iðunn - 01.02.1889, Side 80
74
Jolian Ottosen :
Englendinga; það var um alla Norðurálfu farið að
rœða og rita um Italíu. J>að var einmitt þetta,
sem Cavour hafði til ætlazt. En að öðru leyti
varð minna úr, heldur en hann hafði við búizt.
Ilonum hafði til hugar ltomið, að svo gæti farið,
að Austurríki gengi í lið með Rússum, og yrðu þá
Frakkar og Englendingar að berjast fyrir frelsi
Italíu, hvort sem þeir vildu eða ekkí. En Aust-
urríki ljet ekki handa hefjast, en var Rússum öllu
heldur til ónota. Höfðingjafundur var haldinn f
París til þess að semja um frið ; hjóst Cavour við,
að þá mundi eitthvað til batnaðar breytast um
hagi Italíu. Svo leið hver dagurinu eptir annan ;
aldrei kom ítalska málið á dagskrá. Að lokum,
þegar búið var að gera um friðinn, fjekk hann á-
heyrn hjá fuudinum og ílutti þar erindi sitt. Eng-
lendingar og Frakkar voru honum sinnandi. Meiru
fjekk hann ekki til vegar komið. En þó var miklu
áleiðis snúið. þegar hann kom heim til Turin,
skýrði hann þinginu þannig frá árangrinum af her-
förinni ; »J>að, sem vjer höfum fengið áorkað fyrir
hönd Italíu, er raunar meira í orði en á borði.
En þó er tvennt unnið. Fyrst er það, að nú hefir
öllum vandræðuin Ítalíu verið nákvæmlega lýst
fyrir Európu; hafa það ekki gert þjóðmálaskúmar,
frekir byltingamenn, eða ákafir blaðamenu, heldur
fulltrúar hinua voldugustu ríkja í Európu, stjórn-
vitringar, sem stýra hinum mestu þjóðum, ágætis-
menn, sem sjer hafa tamið að iaiu miklu meira
að ráðum skynseminnar en tilfinninganna. það
annað, að ríki þessi hafa lýst yfir því, að brýna
nauðsyn beri til, að vandræðum Italíu ljetti, og