Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Side 10

Kirkjuritið - 01.06.1935, Side 10
228 Kveðjuávarp biskups. RirkjuritiÖ. Vestur-íslendinga þarf þess vissulegu ekki heldur. Það sér í dag markastein reistan og á hann letruð orðin: „Hingað til hefir drottinn hjálpað oss!“ Sá Guð og faðir drottins vors Jesú Krists, sem á um- liðnu hálfrar aldar skeiði lét svo oft og dásamlega mátt- inn fullkomnast í veikleika, virðist að gefa Kirkjufélag- inu vestur-íslenzka náð til þess, að geta lagt upp í nýja áfangann með djörfung trúarinnar í lijarta og játning guðs-barnsins á vörum: „Hingað lil hefir drottinn hjálp- að oss!“ Hann virðist af náð sinni að styðja það í starfi þess á ókomnum tímum og að fullkomna gleði þess með því að gefa því að líta fcigra ávexti af starfi þess i hin- um mörgu dreifðu söfnuðum, sem það frá öndverðu setti efst á stefnuskrá sína, útfluttum löndum vorum til eilífrar blessunar. Með þeirri einlægri ósk og bæn sé Hið evangelisk- lúterska kirkjufélag tslendinga í Vesturheimi, með öll- um söfnuðum þess og öllum starfsmönnum þess, bæði lærðum og leikum, falið vernd og varðveizlu vors himn- eska föður af þjóðkirkju móðurlandsins, sem, um hend- ur tilsjóncirmanns síns, felur cið endingu allar kveðjur og óskir sínar í þessum orðum postulans: „En Guð von- arinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda“ (Róm. 15, 13). Jón Helgason.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.