Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Page 21

Kirkjuritið - 01.06.1935, Page 21
Kirkjuritið. H J ÁLPRÆÐISHERINN. Hjálpræðisherinn hélt afmælishátið 11. maí síðastlið- inn, þvi að á þeim degi er talið að starf hans hafi hafist liér á landi fyrir 40 árum. Fyrir hátíðarhaldinu stóð Mol- in, adjútant, sem er nú yfirmaður Hersins liér. Þeir sem starfið liófu hér voru tveir foringjar, sem Iiingað voru sendir í því skyni frá Danmörku, Eriksen og Þorsteinn Davíðsson. Fyrstn samkomurnar voru haldnar í fundarsal Good- Templara, en haustið 1895 keypli Herinn gamla Holel Reykjavík. Það var rifið 1910 og annað hús bygt í staðinn, og við það vár aftur hætt fyrir nokkrum árum, og hefir Herinn nú ágæt húsakynni fyrir hið margþætta starf sitt. Samkomur voru líka haldnar úti við, til þess að ná til sem flestra. Mönnum þóttu í fyrstu þessar samkomur nýstárlegar og ólíkar því, sem þeir höfðu vanist, og var oft mikil aðsókn að þeim. Herinn hóf líka mjög snemma liknarstarf, með því að hjálpa á ýmsan hátt þeim, sem veikir vorn og fátækir, og hafa margir notið góðs af því starfi. Ýmislegt höfðu sumir á þeim árum að starfi Hersins að finna, en þá risu upp til varnar tveir mætir menn, Björn •lónsson, ritstjóri ísafoldar, og Þórhallur Bjarnarson, síð- ar biskup. Hinn síðarnefndi tók sér fyrir liendur að kvnna sér starf Hersins og árangnrinn af því, og skrifaði ítar- lega um það í Kirkjuhlaðinu, er hann gaf þá út. Hann sýndi fram á það, að þetta starf bætti úr verulegri þörf, og má benda þeim, er það myndu vilja kvnna sér, á grein bans um það í þvi blaði í marz 1896. Hann kemst þar að þessari niðurstöðu: „Hafi Hjálpræðisherinn með

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.