Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Síða 33

Kirkjuritið - 01.06.1935, Síða 33
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. 251 Lengi skal manninn reyna. Ég hefði aldrei getað trúað þvi, að þú mundir geta lirasað inn i liina gæsalöppuðu „trú“. Þú gæt- ir eins vel hafa orðið kaþólskur eða mormóni. En hvernig getur þú verið svo gagnrýnislaus, að taka sjálfan þig alvarlega eftir slika forlíð? fmyndar þú þér, að þú getir orðið sannleikanum t'ramar að liði i nokkru máli? Ef þú hefir svikið alþýðuna i nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda, ellefu ár. ertu þá ekki jafn líklegur til að svíkja hana í nafni kommúnismans og Lenins i önnur ellefu ár. Kveðju þinni til Eyfirðinga skal ég skila við tækifæri. En eftir á að hyggja: Hví frelsaðir þú ekki Eyfirðinga. áður en þú fórst. ef þú varst þess megnugur? Enginn rak þig á hrotf. Sjálfur hjósl þú á einni hinni fegurstu jörð i Eyjafirði. Græddir þú mikið á húskapnum? Þegar þú hefir svarað þessum spurningum fyrir samvizku þinni, skaltu skrifa hið næsta opna hréf Með fylstu einlægni og vinsemd. 26. april 1935. Renjamin Kristjánsson. INNLENDAR FRÉTTIR. Almennur kirkjufundur verður haldinn í Reykjavik 23.—25. júní. Hefst hann með guðs- þjónustu i Dómkirkjunni sunnudaginn 23. júni kl. 10 f. h. Séra Eiríkur Brynjólfsson mun prédika og séra Garðar Þorsteins- son þjóna fyrir altari. Síðar um daginn, kl. 2 e. h., hyrja í húsi K. F. U. M. umræður um skipun prestakalla. Flytur Gisli Sveinsson sýslumaður fram- söguerindi um málið, og séra Friðrik Rafnar annað. Verður síð- ara erindið flutt fyrir almenning i Dómkirkjunni kl. 8.30 um kvöldið. Næsta dag, mánudaginn 24, kl. 10 f. h. hefjast umræður uni samtök og samvinnu að kristindómsmálum. Hafa þeir framsögu Ásmundur Guðmundsson prófessor og Ólafur B. Björnsson kirkjuráðsmaður. Um kvöldið kl. 8.30 heldur Valdimar Snævarr skólastjóri fyrirlestur um safnaðarfræðslu, fyrir almenning i Dómkirkjunni.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.