Kirkjuritið - 01.04.1936, Page 3

Kirkjuritið - 01.04.1936, Page 3
Kirkjuritið. PÁSKASÁLMUR. (Eftir Grundtvig). Páskamorgunn sefar sorgir, sefar sorgir um eilíf ár. Líf hann oss gefur, ljósskrúði vefur. ljósskrúði vefur hann dagsins brár. Páskamorgunn sefar sorgir, sefar sorgir um eilíf ár. Kristur lifir, ljós ber yfir, ljós ber yfir dauðans göng. Helheimar þagna, himnarnir fagna, himnarnir fagna í dýrðarsöng. Kristur lifir, ljós ber yfir, ljós ber yfir dauðans göng. Söngvar óma: Sigurhljómar, sigurhljómar um lausnarann. Deyja hann skyldi, dauðlegum vildi, dauðlegum vildi oss líkna hann. Söngvar óma: Sigurhljómar, sigurhljómar um lausnarann. Háskinn eyddur, dauðinn deyddur, dauðinn eyddur og heljarráð. Gröf þín er, maður, griðlýstur staður, griðlýstur staður af herrans náð. Háskinn eyddur, dauðinn deyddur, dauðinn eyddur og heljarráð. Myrkrin gráta, geislar láta, geislar láta nú engla sjást. Þungbrýn er moldin — fagnar þó fold fagnar þó foldin Guðs dýru ást. Myrkrin gráta, geislar láta, geislar láta nú engla sjást.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.