Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 3
Kirkjuritið. PÁSKASÁLMUR. (Eftir Grundtvig). Páskamorgunn sefar sorgir, sefar sorgir um eilíf ár. Líf hann oss gefur, ljósskrúði vefur. ljósskrúði vefur hann dagsins brár. Páskamorgunn sefar sorgir, sefar sorgir um eilíf ár. Kristur lifir, ljós ber yfir, ljós ber yfir dauðans göng. Helheimar þagna, himnarnir fagna, himnarnir fagna í dýrðarsöng. Kristur lifir, ljós ber yfir, ljós ber yfir dauðans göng. Söngvar óma: Sigurhljómar, sigurhljómar um lausnarann. Deyja hann skyldi, dauðlegum vildi, dauðlegum vildi oss líkna hann. Söngvar óma: Sigurhljómar, sigurhljómar um lausnarann. Háskinn eyddur, dauðinn deyddur, dauðinn eyddur og heljarráð. Gröf þín er, maður, griðlýstur staður, griðlýstur staður af herrans náð. Háskinn eyddur, dauðinn deyddur, dauðinn eyddur og heljarráð. Myrkrin gráta, geislar láta, geislar láta nú engla sjást. Þungbrýn er moldin — fagnar þó fold fagnar þó foldin Guðs dýru ást. Myrkrin gráta, geislar láta, geislar láta nú engla sjást.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.