Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 9
Kirkjuritið.
GUÐSHUGMYND NÚTÍMANS.
i.
Sir Oliver Lodge, sem er viðurkendur að standa í
fremstu röð allra núlifandi vísindamanna, liefir í einni
af bókum sínum: „Reason and Belief“ gert grein fyrir
því á skilmerkilegan hátt, hvernig því fer fjarri, að efnis-
vísindin komist nokkursstaðar þversfótar áleiðis með
þeirri aðferð einni, að rannsaka aðeins naktar stað-
reyndir og' leitasl við að draga ályktanir frá þeim, án
nokkurrar lijálpar annarar. Með skýrum dæmum alt frá
Principia Newtons og niður til nútímans vísindamanna
sýnir hann fram á það, að visindamennirnir fika sig
áfram með ýmiskonar tilgátum, er þeir síðan prófa á
ýmsa lund í samræmi við staðreyndirnar, og þannig hafa
hinar merkustu kenningar orðið til og þau lögmál, er
menn hafa þózt finna í eðlislieiminum.
Nú liggur það í augum uppi, að tilgátan er í raun og
veru ekkert annað en stökk ímyndunaraflsins út í leynd-
ardóminn, hún er hin innsæja skynjun hugans af veru-
leiknum, þar sem liina líkamlegu skvnjan þrýtur og án
þessarar skynjunar liefði engin kenning orðið til, né
nokkur þekking á jarðriki. Sá, sem efast um þetta, getur
óðara sannfærst um það með því að hera saman, að svo
miklu leyti, sem unt er, skynjunarhæfileika sína og l. d.
skynfærni hundsins. Án efa eru hin fimm skilningarvit
hundsins eins næm og vor og suin af þeim líklega miklu
næmari, en hvernig mundi vor heimur líta út í augum
hundsins? Hver mundi vera skynjun hans af fegurð nátt-
urunnar, yndisleik hlómsins, eða gangi himintungla?
Hvernig skynjar hann söng og hljóðfæralist, livaða hlig-