Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 24
238 Benjamín Kristjánsson: Kirkjuritið. Sumir hafa viljað draga i efa hugmyndina um hina skapandi þróun og bent á það, að afturkippir og linign- unartímabil liafi komið öðru livoru í sögu mannkynsins og alt virðist því róa í sama farinu. En á það ber að líta, að þróunin fer hægt í samanburði við vor stuttu jarðar- líf. í sögu hennar eru aldirnar eins og augnahlik. En að rás þróunarinnar hafi samt sem áður stefnt til vaxandi fjölbreytni og fullkomnara og innihaldsríkara lifs, það virðist mér hafið yfir allan efa. Öll þekking virðist stað- festa það. Og vaxtarbroddur þessarar framstigulu þróunar lífs- ins á jörðunni er, eftir því sem vér þekkjum tilveruna bezt, maðurinn, með viti sínu og andlegum hæfileikum. Hann er hið æðsta fyrirbrigði lífsins, sem komið hefir fram á þessari jörð, og liann liefir farið svo langt fram úr öllu öðru, að það vekur undrun. Það sem nú öll heimspeki skerst í odda um er einmitt þetta: Hvort heldur tilveran skuli vera útskýrð frd eðlis- lögum efnisins og hinnar lífvana náttúru, eða frá sjónar- miði mannsins og hans andlegu eiginleika og möguleika. Efnishyggjan telur mannlífið aðeins bergmál af efnis- lieiminum og vill slá striki yfir alla andlega starf- semi mannsandans sem staðlausa girnd efnisins, er í draumum sínum hyggir sér vonarhallir, sem liljóta að hrynja fyrir miskunnarlausum staðreyndum dauðra náttúruaflanna. Síhungraður og lífsþyrstur lnigur mannsins hvarflar munaðarlaus og örvona fyrir harð- læstum liliðum. Lífið og veruleikinn á ekki til nein úr- ræði, er fullnægja þrá mannsins. Síðan er likaminn af miklum lærdómi sundnrliðaður í frumefni og með þvi er svo maðurinn talinn að fullu skýrður. Með öðrum orð- um: Efnishyggjan skvrir tilveruna frá hinni ófullkomn- ari hlið hennar, staðreyndum efnisheimsins, sem þó fer fjarri, að hún þekki til fulls. Trúarhrögðin fara þveröfugt að. Þau lialda því fram, að ef það sé unt að þekkja nokkuð, þá sé manninum

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.