Kirkjuritið - 01.06.1936, Síða 10
224
Benjamín Kristjánsson:
Kirkjuritið.
mynd hefir liann um fortíð og framtíð? Með örlítilli at-
hug'un á þessu má gera sér það ljóst, hver munur er á
hinni ytri og innri skynjun, hinni likamlegu og hinni
andlegu. Réttara væri ])ó ef til vill að nefna þetla skynj-
un á lágu og háu stigi, því að hver veit nema lnmdarnir
eigi einlivern góðan veðurdag eftir að verða eins skyn-
samir og mennirnir eru nú? Óvíst er það að minsta
kosti, hvort vér höfum verið mikið vitrari fyrir svo sem
500 þúsund árum síðan.
En hvað sem þessu líður, þá sýnir það, að þekkingin
hefir verið framstigul, i hlutfalli við vaxandi skynjunar-
hæfileika, og hún á sennilega eflir að verða það í stór-
kostlega miklu víðtækara mæli, en nokkurn mann
dreymir nú um.
Þetta er til athugunar fyrir þá realista, sem halda að
hin frumstæðasta og yfirborðslegasta athugun á lífinu sé
hin sannasta. Öll saga lifsins á jörðinni andmælir þvi.
Ef vér trúnm þessu, þá yrðum vér að laka atliugun
hundsins fram vfir athugun vora, alhugun þorskins fram
yfir athugun hundsins, skynjun skelfiskins fram yfir
lieimspeki þorsksins o. s. frv. Nei, í því hlutfalli, sem
skynjunarhæfileikar lífverunnar hafa vaxið, því meir
hefir að öðru jöfnu aukist reynslan af veruleikanum og
þekkingin á þvi, sem vér teljum sannleika tilverunnar.
Á máli vísindanna nefnist þetta þrónn, en á máli trúar-
bragðanna vaxandi opinberun.
Nú er alkunnugt fyrirbrigði i náttúrunnar ríki sú til-
hneiging lífverunnar, að gera sér vígi innan við takmörk
skynjana sinna og neita öllu, sem utan við er. Þannig
mundi skelfiskurinn lirista liöfnðið framan í þorskinn,
er hann segði honum af ferðalögum sínum um úthöfin,
og ])annig mundi þorskurinn engu trúa, er honum væri
sagt af æðri tilveru en þeirri, sem lifað er i djúpunum.
()g sagan endurtekur sig á yfirborði jarðarinnar. Þeir,
sem fastast rýna í dnftið, sjá ekkerl annað en duftið.
Hin óteljandi þröngu sjónarmið, sem hvarvetna koma