Kirkjuritið - 01.06.1936, Síða 23

Kirkjuritið - 01.06.1936, Síða 23
Iíirkjuritið. Guðsliugmynd nútímans. 237 hugsanalíf mannsins lil sem einfaldastra frumhvata, er þeir liafa talið raunverulegri. Þessi slefna í sálarfræði nútímans er álíka röksamleg og ef vér teldum fræið raunverulegra en blómið, en moldina, sem fræið er sprottið úr, raunverulegasta alls. En þetta er í raun og veru aðeins aðferð til að víkja úr vegi fyrir aðalvandamálinu. Vér vitum, að moldin verður ekki skilin án fræsins og ekki fræið án blóms- ins. Tilgangur fræsins er blómið og þessvegna er það engu síður vottur um eðli tilverunnar. Lík er afstaða guðfræðinganna lil lífsins og tilverunnar í lieild. Þeim virðist eðlilegast að skýra það með því æðsta, er þeir þekkja í tilverunni: mannlegri skynsemi. Guðfræðing- urinn heldur því fram, að lífið og skynsemin sé hinn raunverulegasti vottur um hiuzta eðli lilverunnar og það sé ákveðinn vilji, er mótar hinar hverfulu tilverumyndir efnisins. Þessi vilji og skynsemi kemur meðal annars fram í hinni skapandi þróun. Frá því að frumþokan varð til í evði og tómi geymsins og til þessa tíma, að jörð eins og vor jörð skapast, hafa margir atburðir gersl. En þeir hafa allir miðað að hinu sama, að framleiða fjöl- hreytt og merkilegt líf. Meðau eunþá var ekkert lifandi líf á jörðinni, var þó undirbúningurinn undir það gerð- ur með hinni mestu ákvæmni. Er það liklegt, að slíkt sje stöðug tilviljun á tilviljun of- an, að sköpun verði úr óskapnaði? Mundi ekki tilvilj- unin fremur, ef hún væri hugsanleg, steypa sérhverri sköpun í óskapnað? ÖIl þekking bendir til þess, að tilverumyndirnar hafi þróast frá Iiinu einfalda til hins fjölþætta og fullkomnara. Þannig hafi frumefnin bundist í fjölbreyttari efnasam- hönd og lífið byrjað með einfrunningum, en síðan þró- ast til fullkomnari og fullkomnari myndar, unz það með manninum er loks orðið færl um að fóstra lifandi sál, sem getur lmgsað og fundið til og orðið meðvitandi um tilveru sina og takmark.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.