Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 20
234
Benjamín Kristjánsson:
Kirkjuritið.
fara í rit Einsteins eða einhvers þesskonar vitrings, er
skarplegast hefir hugsað um þau efni, eins fara trúfræð-
ingarnir í rit innblásinna og goðmálugra manna. En
jafnframt er alt lífið grundvöllur og rannsóknarefni
þessarar fræðigreinar.
Nú liefði ég helzt kosið í samræmi við það, sem áður
er sagt, að gera ofurlitla grein fyrir því á sögulegan hátt,
hvernig guðshugmijndin hefir þróast, jafnhliða hinni
vaxandi opinberun frá töfratrú og frnmstæðum hug-
myndum, eftir leiðum vaxandi siðfágunar og vitsmuna-
þroska til þess forms, sem hún liefir nú. En það yrði of
langt mál. Sný ég mér þessvegna að þvi i seinni hluta
þessa erindis að gera í sem styztu máli grein fyrir aðal-
dráttunum í guðshugmynd nútímans,
Guðfræðingar nútímans lýsa eiginleikum Guðs á þann
hátt, að liann sé almáttugur, alvitur og algóður, skapari
himins og jarðar. Það skal játað, að það er ekki unt að
skýra til lilítar, hvað þessi lýsingarorð tákna. Þau eru
eins og t. d. liið óendanlega í stærðfræðinni, sem vér
reiknum með, enda þótt það verði aldrei til fulls ákveð-
ið. En af því að þessi lýsingarorð eru þó miðuð við vissa
eiginleika vora, vitum vér til liverrar áttar þau stefna.
Vér hugsum oss aðeins, að lijá Guði sé mátturinn, vizkan
og kærleikurinn á óendanlega miklu hærra stigi en hjá
oss.
Það hefir verið reynl að sýna fram á, að af því að Guð
sé þannig hersýnilega framlenging (projection) á per-
sónueðli mannsins og siðahvötum, sé hann ímyndaður,
en ekki verulegur. Þetta er öldungis ekki gefið, og skoð-
anirnar á þessu hljóta einungis að fara eftir trú manna
um sambandið milli Guðs og manns. Með hinni kristi-
legu lífsskoðun, að mennirnir séu sannarleg hörn Guðs,
verður það engin fjarstæða, lieldur eðlilegasti hlutur,
að slík hljóti einmitt að vera afstaða Guðs og manns.
Það er enginn eðlismunur, heldur vaxtarmunur. Maður-
inn er hið ófullkonma, Guð hið fullkonma, maðurinn