Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 22
236
Benjamín Kristjánsson:
Kirkjuritið.
aðallega mismunur á orðum og nöfnum. Og megin
ágreiningurinn stafar hér, eins og annarsstaðar, ekki að
litlu leyti af mismunandi notkun orða.
En aðeins þessi dæmi sýna, að Guð er ekki fvrst og
fremst ímynduð persóna á bak við skýin, sem sagt er
frá í einhverri lieilagri bók, en enginn liefir annars orðið
var við. Guð er sjálfur veruleikur lífsins, sem vér dag-
lega skynjun og þreifum á. Hann er lífið í liinni fylstu,
dýpstu og ieðstu merkingu þess. Hvað er meiri veruleik-
ur og' hvað eru auðsærri sannindi? En með þessu er þó
ekki sagt, að Guð verði umsvifalaust skilinn og skýrður
til hlítar. Það er alveg eins og þegar vér horfum á
stjörnuhimininn. Vér efumst ekki um tilveru hans, en
vér vitum jafnframt, að hann geymir óteljandi leyndar-
dóma. Vér getum ef til vill mæll fjarlægðir lians undra-
langt í burtu með furðulegri nákvæmni. Vér getum gerl
oss meir eða minna skýrar hugmyndir um liann. En
samt sem áður þekkjum vér hann aldrei til fulls.
V.
Það, sem guðfræðinginn greinir á við hin orthodoxu
vísindi, er ekki svo mjög um grundvallarsiaðreyndir til-
verunnar, lieldur skýringuna á þeim, þýðingu þeirra og
gildi. Guðfræðingurinn vill skýra tilveruna með því
fyrirhrigði, sem liann þekkir æðst, lífinu, eins og það
])irtist í mannlegri skynsemi og siðferðiskend. Efnisvís-
indamennirnir hafa hisvegar reynl að skýra tilveruna
með dauðu efninu, sem af tilviljun liafi öðlast líf og skyn-
semi. Er þessi skoðun reyndar þeim nnm óröksamlegri,
sem sú stefna hefir meir aðhylst órjúfanlega eðlisnauð-
syn, þar sem ekkert verður af tilviljun. Þannig komast
efnisvísindin í mótsögn, er þau fara að reyna til að út-
skýra lífið. Niðurstaðan hefir orðið sú, að þau liafa sem
mest reynt að ganga fram hjá hinni mannlegu meðvit-
und, draumum hennar og dýrmætum, og ýmist talið
þetta algerlega „óraunverulegt“ eða revnl lil að rekja