Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 29
Kirkjuritið.
Guðshugmynd nútímans.
243
Enginn veit til fulls um liina hinztu leyndardóma. Þeir
verða ekki þektir fyrr en vér liöfum þekt alla hluti. Trú-
arhrögðin segja þctta með þessum orðum: „Enginn hefir
nokkru sinni séð Guð. Hann býr i þvi ljósi, sem enginn
fær til komist“. En „sonurinn eingetni“, hinn æðsti Guðs-
sonur er vér þekkjum iiefir opinberað oss það af Guði,
sem vér erum fær um að skilja. Og sú opinberun nægir
oss. Kristnir menn lifa í því trauti, að það sé ljóminn af
dýrð Guðs, sem skein af ásjónu Jesú Krists.
VIII.
Skáldið Virgill segir frá því einhversstaðar i ljóðum
sínum, er hann gekk út í skóginn og mætti þar gyðjunni.
I fyrstu virtist honum þetta aðeins vera liversdagsleg
kona, ef svo mætti að orði komast. En alt í einu rann
það upp fyrir honum af því, hvernig hún framgekk í
fegurð sinni, að þetta var ekki jarðar barn, lieldur guð-
dómleg vera. Eitthvað óendanlega tignarlegt í fasi henn-
ar og framgöngu sannfærði skáldið um þennan leyndar-
úóm, að það væri guðdómleg dís, sem hann stóð and-
spænis.
Nú eru skáldin mjög hætt því að mæta gyðjunni á
skógarstígnum. Hitti þau konu á förnum vegi, minnir
hún á geispandi hundtík eða mórauða tóu. Atburðirnir
Inrtast þeim í hversdagslegu ljósi. Og vísindamennirnir,
sem þó veita gangi lífsins og atburðanna öðrum fremur
athygli, sjá heldur ekki neitt guðdómlegt. Þeir krjú]ia
niður og mæla skreflengd og hraða göngulagsins, en ein-
nntt vegna þess koma þeir ekki auga á hina tíginbornu
fegurð lífsins.
Það eru trúarbrögðin ein, sem varðveitt hafa ])essa
skáldlegu skygni hins rómverska skálds, að sjá, hve guð-
úómleg er framganga lífsins á jörðunni. Og ef sú skygni
yrði ahnenn, þá efast ég ekki um, að álagahamur hvers-
(lag.sleikans og vesaldómsins sprytti af oss og það yrði
nyr himinn og ný jörð. Benjamín Kristjánsson.