Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 18

Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 18
232 Benjamín Kristjánsson: Kirkjuritið. vitranir af veruleiknum, þar sem smáskáldin sjá aðeins vfirhoröið og stundum ekki nerna það ljótasta af yfirborð- inu. Sál mannsins er eins og skuggsjá misjafnlega djúp og misjafnlega hrein, og meistarinn sagði: Sælir eru hreinhjartaðir, þvi að þeir munu Guð sjá. Margir vilja lialda því fram, að á allar slikar skynj- anir heri að líta sem sálsýkisfyrirhrigði eða geggjun, og að skáldskapur sé í eðli sínu uppspuni einn og tilbún- ingur. En allir, sem nokkurn skilning liafa á skáldskap vita, að það er aðeins leirburður, sem húinn er til, góð- ur skáldskapur er sannur. Það er að segja, í góðum skáldskap leitast skáldin við að skýra frá því, sem þau sjá og skynja, og meginörðugleikarnir liggja venjulegast í því að geta lýst skynjuninni að hafa málið svo á valdi sínu, mátt þess og hlæbrigði, að unt sé að tjá skynj- anirnar. En l'lestir vitrana menn munu þó kannast við það, að altaf er eitthvað ósagt — eitthvað sem er óum- ræðilegt. Veit ég það vel, að sumir sálkönnuðir nútímans mundu hafa skýringar á reiðum höndum við svipuðum mystisk- um skynjunum og hendir þá Aloysha í Karamazov- hræðrum og J. Middleton Murry í bókinni um Guð. En hvorttveggja er, að Freud er ennþá deiluefni, og þaðan af ómerkilegra er sumt af því sálgrenslanagutli, sem ýmsir nútímarithöfundar eru hugfagnir af, enda er í raun og veru ekki komið fyrir ræturnar á neinu, þó að ein tilfinning eða hvöt sé rakin til annarar eða sýnt fram á skyldleika þeirra á milli. Vandamálið er aðeins fært um set. Það er jafn merkilegt eftir sem áður og fullnægjandi skýringu skorlir. Nei, hvernig sem vér veltum þessu fyrir oss, þá mun |)að koma í ljós, að það er aðeins fyrirfram l)Ieypidóm- ar efnisvisindanna, sem hafa valdið því, að þau hafa reynt að strika hina trúarlegu eða andlegu reynslu út og stimpla hana sem blekking. — Það er takmörkun þeirra, sem veldur því, að þau hafa smám saman farið

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.